Ég nota nánast alltaf sömu vörurnar á varirnar þegar ég er að gera mig til fyrir fínni tilefni, annars er ég oftast með léttan gloss hversdags. Mig langar að sýna ykkur vörurnar sem ég nota en ég er eins og er mest fyrir varaliti og þá sérstaklega Pillow Talk frá Charlotte Tilbury sem margir kannast líklega við. Hann hefur verið í miklu uppáhaldi en sá litur verður nánast alltaf fyrir valinu þegar ég vil vera með varalit. Ég nota alltaf sama varablýant til þess að skerpa varirnar og fylla inní þegar ég nota Pillow Talk en sá varablýantur heitir Spice og er frá MAC. Síðan nota ég gloss frá Clarins, hann er númer 19 og liturinn heitir Smoky Rose en ég nota hann líka mikið einn og sér.
Ég er mjög hrifin af þessum vörum og þá sérstaklega varalitnum frá Charlotte Tilbury, áferðin er silkimjúk og hann helst vel. Svo er ég mikill aðdáandi glossana frá Clarins, ég á tvo liti og nota þá nánast daglega.
Setjið LIKE hér fyrir neðan ef ykkur finnst gaman að lesa færslur frá mér sem fjalla um förðun og húðumhirði!
Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg