fbpx

BARNAHERBERGIÐ HANS

BARNAHERBERGIÐFRAMKVÆMDIRHEIMILIÐHÚSGÖGNMEÐGANGANSAMSTARFSMÁFÓLKIÐ

Góðan daginn úr rokinu á höfuðborgarsvæðinu. Á mínu heimili er allt með kyrrum kjörum ennþá en settur dagur er eftir tvo (!) daga. Það er ótrúlegt að þessi meðganga sé gott sem liðin en það er stutt í litla strákinn okkar sama hvað. Þessir tímar eru stórskrítnir hjá öllum – það að hafa verið ólétt meira og minna allt þetta covid ástand hefur verið furðulegt, vægt til orða tekið. Ég hef hugað að öllum smitvörnum eftir allra bestu getu og passað upp á mig og mína. Ég hef ekki fundið fyrir miklu covid stressi það sem af er meðgöngu en ég viðurkenni að það er farið að grípa örlítið um mig núna í ljósi þess að það er fæðing í vændum hjá okkur. Ég átti ótrúlega langa og erfiða fæðingu síðast en við eyddum þremur sólarhringum á fæðingardeildinni. Tilhugsunin um að Teitur megi rétt dvelja yfir fæðingu drengsins veldur mér smá óhug og tala nú ekki um ef að við þyrftum að sitja sóttkví á næstu dögum og Teitur myndi missa alfarið af henni! Ég reyni samt að hugsa eins jákvætt um fæðinguna og möguleiki er og vonast til að fæðingin í þetta skiptið gangi hratt fyrir sig svo Teitur geti verið sem mest viðstaddur. Miðað við útbreiðslu veirunnar undnanfarið tel ég það gangandi tímasprengju hvenær einhver í kringum okkur smitast og við þurfum að sitja sóttkví, þess vegna vona ég innilega að drengurinn láti sjá sig áður en slíkt á sér stað. Við höfum haldið okkur heima að mestu leiti og hitt fáa nema okkar nánustu fjölskyldu undanfarnar vikur. Teitur vinnur heima og ég geri lítið annað en að dunda mér í hreiðurgerð og fl. sem er að vísu ótrúlega dásamlegt. Sem kemur mér aftur að efninu og ástæða þessarar færslu fyrir það fyrsta – covid umræða átti alls ekki að vera partur af þessari færslu, en jæja! Haha.

________________________________________________________________________________

Líkt og ég nefndi þá höfum við dundað okkur við að gera barnaherbergin tilbúin undanfarnar vikur og mánuði. Það hefur verið afar notalegt að dunda sér í hreiðurgerðinni á þessum tímum. Það stóð ekkert endilega til að gera alveg tilbúið barnaherbergi fyrir komu hans en tímarnir einhvernveginn leiddu þá staðreynd í ljós og við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna. Mig hafði einnig langað lengi að breyta herbergi dóttur minnar, breyta skipulaginu til að hlutir yrðu aðgengilegri og sýnilegri fyrir hana sjálfa sem myndi auka þægindi í tiltekt og slíku. Breyta “ungbarnaherberginu” hennar í meira “stelpuherbergi”. Ég ætla hinsvegar að taka hennar herbergi alveg fyrir í annari færslu sem von er á á næstu dögum.

Herbergið hans er gamla tölvuherbergið okkar. Við tókum allt í gegn, máluðum og gerðum fínt. Allir stórir hlutir eru hlutir sem við notuðum í herbergi Kolbrúnar Önnu dóttur minnar eins og rúmið, kommóðan, skiptiaðstaðan, hillan, babynestið, bíllinn, mottan og fl. en svo leyfðum við okkur aðeins að breyta til með fallegum smáhlutum eins og nýrri skiptidýnu, stuðkannti og fleiru sem passaði svo ótrúlega vel við litinn á veggnum hans. Þegar Kolbrún Anna var ungi þá var allt í kringum hana svo hvítt og ljóst. Mér finnst svo gaman hvað við erum að fara í algjörlega nýja átt núna með nýjum litum og fallegum og litríkum mynstrum.

Ég hef verið í frábæru samstarfi við vini mína hjá Slippfélaginu síðan við fluttum í nýju íbúðina okkar og þeir hafa hjálpað okkur og ráðlagt í hinum ýmsu, ófáu pælingum sem okkur hefur dottið í hug. Með málningarpensilinn að vopni höfum við umturnað íbúðinni okkar til hins betra og ég er afar þakklát fyrir okkar góða samstarf. Ég fór að sjálfsögðu í Slippfélagið og valdi nýja liti á veggina í bæði barnaherbergin. Það hefur blundað í mér lengi að hafa herbergin þeirra tvískipt, þ.e. með lit fyrir ofan og annan lit fyrir neðan. Liturinn Stilltur frá Slippfélaginu prýddi bæði aukaherbergin, veggi, loft og gólflista, og er litur sem mér finnst ótrúlega fallegur. Hann er mjög ljósgrár með örlitlum brúnum tón og er fullkominn í hvaða rými sem er, líka í alrými. Mig langaði að halda honum fyrir ofan þar sem ég sá hann alveg fyrir mér tóna vel á móti þeim litum sem ég hafði í huga í herbergin þeirra. Ég valdi litinn ‘Kastaníugrænn‘ inn til hans og litinn ‘Fallegur‘ inn til Kolbrúnar Önnu. Þeir eru vægast sagt fullkomnir saman á móti Stilltum, þó ég segi sjálf frá og ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna! Stilltur tónar ótrúlega vel á móti þeim báðum en ég var alveg viss um að ég vildi ekki hafa alveg hvítan lit á móti heldur örlítið hlýlegri lit sem myndi tóna vel á móti. Útkoman varð nákvæmelga eins og ég sá fyrir mér í huganum og ég er svo ótrúlega ánægð að það hálfa væri nóg. Kastaníugræni liturinn inni hjá litla manninum mínum er hinn fullkomni græni litur sem ég sá fyrir mér – allir sem ég hafði skoðað voru annað hvort aðeins of kaldir eða aðeins of hlýir og ég er ótrúlega glöð að hafa fundið þennan. Hlýleikinn er nákvæmlega eins og ég sá hann fyrir mér og hann er hvorki of dökkur né of ljós. Við máluðum Kastaníugrænan u.þ.b. 60% upp vegginn, ss. gólflistana og svo 60% upp. Mig langaði ekki að hafa vegginn alveg skiptan 50/50 svo útkoman var 60% Kastaníugrænn á móti 40% Stilltum, sem er svo líka í loftinu. Margir spurðu mig út í þetta á Instagram á meðan ferlinu stóð svo ég ákvað að koma því fram hér líka. Við notuðumst við laser græju frá tengdapabba og teipuðum eftir því svo að línan yrði þráðbein.

Ég hef eflaust eytt allt of mörgum klukkustundum hér inni undanfarin misseri en mér finnst fátt skemmtilegra en að útrétta barnaherbergi, (og mynda það). Miðað við þann tíma sem ég hef haft hef ég náð að velta mörgu fyrir mér hér inni haha, fært hluti fram og til baka og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar skiptiaðstaðan mun svo heyra sögunni til ætlum við að kaupa aðra Ivar skápa í Ikea og mála í sama græna lit og hengja upp á veggina, en við gerðum það inni hjá dóttur minni. Okkur fannst það hinsvegar ekki passa að hafa allar þessar hirslur í gangi í rýminu á meðan kommóðan er uppi við. Það verður fullkomið þegar að því kemur! En eins og er lítur herbergið svona út og við erum í skýjunum með þessa útkomu, vægast sagt.

Mynstrið á rúminu hans og skiptidýnunni er mynstur sem ég fell meira fyrir með hverjum deginum sem líður. Það heitir ‘Orangery‘ og er frá Konges Slojd og við fengum það að gjöf í Petit. Það passar svo fullkomnlega við litasamsetninguna inni hjá honum. Mynstrið er eitt af þeim guðdómlega fallegu mynstrum þetta season frá Konges Slojd en ég er gjörsamlega veik fyrir þessu merki. Það er allt svo fallegt frá þeim hvort sem það eru vörur inn í herbergið eða fatnaður. Ég á mjög erfitt með að hemja mig – það er bara svoleiðis.

Ég vona að ég verði orðin tveggja barna móðir næst þegar ég skrifa færslu hér inn – ég hlakka til að deila með ykkur herbergi dóttur minnar, en það er næsta mál á dagskrá. Vonandi gefur þetta ykkur einhverjar skemmtilegar hugmyndir – ef það eru einhverjar spurningar um hvaðan eitthvað er eða annað slíkt, ekki hika við að skilja eftir athugasemd og ég reyni að svara fljótt.

Hafið það sem allra best og áfram Ísland í kvöld!
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

AFMÆLISDAGURINN MINN

AFMÆLIFERÐALÖGLÍFIÐOUTFITSAMSTARF

Góða kvöldið. <3 Ég átti afmæli í síðustu viku, 24. september nánar tiltekið og fagnaði 29 árum. Síðasta árið sem “tuttuguogeitthvað”, sturluð staðreynd! Ég er ótrúlega mikið afmælisbarn og vill helst eyða deginum með öllu mínu fólki, fjölskyldu og vinum. Afmælisdagurinn í ár var því frábrugðinn öðrum að því leiti að ég er kasólétt á hápunkti kórónuveirufaraldurs. Ég hélt því aðeins öðruvísi upp á daginn í ár en hann var engu að síður dásamlegur í alla staði! Við Teitur ákváðum að sameina afmælistrít og svokallað “babymoon” fyrir okkur verðandi tveggja barna foreldrana. Það var dásamlegt að komast aðeins í burtu tvö og slaka á áður en að litli strákurinn í bumbunni mætir á svæðið innan skamms.

Afmælisdagurinn byrjaði sumsé á hádegismat á Duck & Rose, þaðan brunuðum við beinustu leið út úr bænum og var leiðinni haldið á Hótel Geysi. Hótel Geysir bauð okkur upp á þessa sannkölluðu draumadvöl og er ég þeim ótrúlega þakklát fyrir að gera daginn minn ógleymanlegan. Hótelið opnaði í fyrra og er þetta eitt allra fallegasta hótel sem ég hef augum litið. Hérlendis og erlendis leyfist mér að segja. Hönnunin og öll smáatriði fanga augað og ég elska það. Það má með sanni segja að við Teitur séum uppfull af hönnunar innblæstri eftir dvöl okkar á Hótel Geysi. Það er svo gaman að gista á slíkum hótelum, vá og aftur vá. Við gistum í dásamlegri svítu og nutum okkar í botn. Fórum í göngutúra, borðuðum ljúffengan afmælismat, fengum morgunmatinn upp á herbergi og slökuðum á eftir allra bestu getu í þessu drauma umhverfi.

Jakki: Zara
Vesti: Monki
Skyrta: Lindex
Buxur: & other stories
Skór: Geysir

Eftir að ég birti þessar myndir á Instagram fékk ég ótal margar spurningar út í hvaða úlpa þetta væri sem ég klæddist. Þessi fallega úlpa var búin að vera lengi á óskalistanum en þetta er Askja frá 66° Norður. Hún er dásamleg og verður mikið notuð í göngutúrum vetrarins. 

Fallega, fallega hótelherbergi.

Afmælisbarnið á leið í dinner á Hótel Geysi.

Kjóll: H&M
Skór: Jeffrey Campbell / GS Skór 


Morguninn eftir, fengum morgunmatinn upp á herbergi. Dásamlegt og covid-vænt á sama tíma! ;)


Check out. Okkur langaði alls ekkert heim nema þá í þeim tilgangi til að sækja dóttur okkar. Endurnærð eftir dásamlega dvöl á Hótel Geysi. <3 Hjartans þakkir fyrir okkur og takk fyrir að gera afmælisdaginn minn dásamlegan.

Það beið okkar hinsvegar enn meira afmælisdekur þegar við keyrðum í bæinn en við brunuðum beint á Natura Spa á Loftleiðum. Þar áttum við dásamlega stund saman í svokölluðu paradekri sem Natura Spa voru svo dásamleg að bjóða okkur upp á. 50 mínútna paranudd, drykkur og ostabakki. Hin fullkomna stund til að upplifa með makanum og sannkallaður drauma endir á afmælis-sólarhringnum okkar. <3

Öðruvísi afmælisdagur en engu að síður fullkominn. Draumur að snúa honum upp í smá foreldra trít fyrir okkur Teit þar sem tveggja barna foreldra titillinn bíður okkar innan skamms. Ég er gengin tæpar 38 vikur svo litli maðurinn mun eflaust heilsa okkur á næstu 2-3 vikum. Næstu dagar og vikur munu því fara í undirbúning og að mestu leiti sjálfskipaða sóttkví. Þessir tímar eru mjög skrítnir fyrir okkur að því leiti að stutt er í settan dag og því mikið í húfi. Það er skelfileg tilhugsun að hugsa út í það að Teitur gæti mögulega misst af fæðingunni ef að við greinumst eða þurfum að sitja sóttkví. Við þurfum því að passa okkur vel og vona það allra besta!

Ótrúlega skrítið ár að baki en þakklæti fyrir góða heilsu og dásamlegu stækkandi fjölskylduna mína er mér allra mikilvægast og trompar allt annað. Seinasta árið sem tuttugu og eitthvað, let’s go! <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

OUTFIT

NEW INOUTFITSAMSTARF

Jæja, núna er mánuður í settan dag hjá mér og spenningurinn sannarlega farinn að gera vart við sig. Hreiðurgerðin hefur verið á blússandi siglingu hjá okkur hjúum undanfarið sem gerir það sem koma skal svo töluvert raunverulegra og eykur spenninginn umtalsvert. Þetta eru svo guðdómlegir tímar. Við höfum breytt báðum barnaherbergjunum mikið undanfarnar vikur og ég hlakka til að sýna ykkur frá því hér á blogginu.

Við ákváðum að gera okkur glaðan dag um helgina, bumbumamman viðruð og fjölskyldan skellti sér í brunch og fleira fínerí. Eins og ég hef áður komið inn á þá fer þeim tilfellum sem maður nennir að klæða sig upp ört fækkandi svona á lokametrunum svo að það er eins gott að festa það á filmu þegar ég nenni að rembast við að skvísa mig í gang. ;)

Ég var nýbúin að eignast nýja flík sem ég fékk senda að gjöf frá Bergi Guðna og 66 Norður sem ég var svo spennt að klæðast. Ég hef lengi fylgst með því sem Bergur er að gera en hann er ótrúlega efnilegur fatahönnuður sem er að gera svo flotta hluti, ég hvet ykkur til að fylgjast með honum. Hann hannaði flíkur ásamt hönnunarteymi 66 Norður sem allar tilheyra AW20 línu 66. Ég fékk sendar tvær peysur sem hann hannaði sem tilheyra línunni, Torfajökull cropped Turtleneck og Dyngja Hoodie. Flíkurnar eru farnar í sölu í verslunum 66 og eru væntanlegar í vefverslun. Flíkurnar eru limited svo fyrstur kemur, fyrstur fær! Ég klæddist Torfajökull cropped Turtleneck um helgina og fékk ótal margar spurningar á Instagram út í hvaða peysa þetta væri og hvar hana væri að finna! Ég skil ykkur ofsalega vel – hún heillaði mig upp úr skónum. Mér finnst detail-arnir á henni sturlaðir og ég sé auðveldlega fyrir mér að klæða hana upp og niður. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað hún fór vel við þröngan kjól með bumbuna út í loftið. Eins og ég segi, detailarnir á ermi og aftan á hálsi setja punktinn yfir i-ið. Peysuna ættuð þið að finna í verslunum 66 og vonandi von bráðar í vefverslun. Tjekk it out.

Peysa: Torfajökull cropped turtleneck / 66 Norður
Jakki: Zara
Kjóll: H&M
Skór: Pavement / GS Skór
Sokkabuxur: Tvö Líf

Torfajökull peysan er fyrsta flíkin af Torfajökull capsule-inu en við eigum einnig von á að sjá hettupeysu á næstu dögum og svo koma jakkar og kápur í svipuðum dúr eftir mánuð. Mikið er ég spennt að sjá það! Dyngja og Torfajökull eru báðar unnar úr endurunnum bómul og eru svo fallegar. Dyngja kemur í þremur litum, svörtum, bleikum og sægræn-bláum. Ég hlakka til að fylgjast með þessum flíkum droppa hver á eftir annari.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

OUTFIT

MEÐGANGANOUTFIT

Það er langt síðan ég setti síðast inn ‘outfit’ færslu – ég klæddist þessu dressi í gær og fékk margar spurningar út í hvaðan hitt og þetta væri svo ég ákvað að skella í stutta færslu. Ég er gengin 34 vikur á leið og með stækkandi bumbu verður sífellt erfiðara að klæða sig fínt upp finnst mér, valmöguleikarnir ekki jafn margir og þægindin að sjálfsögðu alltaf í fyrirrúmi. Ég hef mikið sótt í víða boli og/eða kjóla við sokkabuxur. Uppáhalds go to dressið mitt í sumar var klárlega þegar ég gat verið berleggja við slíkan klæðnað haha! Núna hafa sokkabuxurnar tekið við! Ég hef ekki keypt mér mikið af meðgöngufatnaði en fyrir mína parta eru alltaf nokkrir hlutir sem eru ómissandi, þá vanalega neðripartur eins og sokkabuxur, hjólabuxur, góðar leggings sem eru fullkomnar heima og jafnvel 1-2 meðgöngugallabuxur.

Bolur: Weekday (keyptur í Danmörku fyrir 5 árum)
Skyrtujakki: H&M
Skór: Pavement / GS Skór
Meðgöngu sokkabuxur: Tvö Líf(dásamlegar, mæli með)
Taska: Prada (Gömul frá tengdamömmu) 
Sólgleraugu: Rayban 

Læt þetta duga í bili – við höfum verið á fullu að gera upp bæði barnaherbergin heima sem ég hlakka til að sýna ykkur frá. <3

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars

MY SKINCARE ROUTINE

SAMSTARFSKIN CEUTICALSSKINCARESNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Húðlæknastöðina.

Jæja þá er komið að færslu sem ég hef lengi ætlað að skrifa. Mig hefur lengi langað til að festa þær upplýsingar hér á blogginu um mína daglegu húðrútínu. Ástæðan er einföld, það eru mörg ár síðan ég var jafn ánægð með húðina mína og hún hefur verið undanfarna mánuði. Rútínan mín hefur breyst ansi mikið síðustu misseri og er góð og gild ástæða fyrir því. Ég ætla að segja ykkur frá því fyrir áhugasama.

Á síðasta ári fékk ég boð frá Húðlæknastöðinni um að koma í húðmeðferð hjá þeim. Fyrst í viðtal hjá húðlækni sem myndi þá skoða húðina mína vel og vandlega, hlusta á mína sögu og meta út frá því hvaða meðferð myndi henta mér best.

Ég er með mjög blandaða húð. Hún basically skiptist á að vera góð og slæm. Ég var orðin þreytt á því að vera 28, (að verða 29) ára gömul, enn að díla við ójafna húð og bólur. Mig hefur lengi langað að vinna á þessum “vanda” og gera róttækar breytingar í von um betri árangur. Í byrjun þessa árs sendi ég Húðlæknastöðinni línu til að kanna hvort að boð þeirra stæði enn. Þær voru fljótar að svara því játandi mér til mikillar ánægju og fljótlega í byrjun febrúar fór ég í viðtalstíma til Jennu, dásamlegur húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni sem veit sannarlega hvað hún syngur. Það að fara í viðtalstíma er eitthvað sem ég mæli með fyrir alla sem eru í einhverskonar húðveseni. Það er vissulega hægt að fá fullt af góðum ábendingum og lesa sig til um hinar og þessar vörur á veraldarvefnum – virkar stundum, en stundum alls ekki. Húðin okkar er jafn misjöfn og við erum mörg, svo viðtalstími við faglærðan húðlækni sem metur þína húð algjörlega út frá þér og ráðleggur í kjölfarið, er aldrei vitlaus hugmynd. Ég sé sannarlega ekki eftir því. Hún lét mig hafa vörur frá Skin Ceuticals sem eru háþróaðar medical skincare vörur sem unnar eru í samvinnu við húðlækna – sem og lagði hún til að ávaxtasýrumeðferð yrði góð fyrir mig.

Ég gæti talað endalaust í kringum þetta en mig langar ofsalega að koma því að hversu skeptísk ég iðulega er á að breyta til í minni daglegu húðrútínu. Ef ég er ánægð með mitt, vil ég síður breyta út af vananum. Semsagt í stuttu máli, þá er ég mjög vanaföst! Ég hef nánast bara notað vörur frá Bioeffect síðastliðin ár og taldi mig vera ofsalega ánægða með þær vörur. Ég vissulega var það að lang flestu leiti en var alltaf að díla við þessi óhreinindi í húðinni sem ég vildi segja skilið við. Til þess þurfti ég að breyta aðeins til og vera tilbúin að prófa nýtt í von um betri árangur. Jenna hafði trú á að vörurnar frá Skin Ceuticals myndu henta mér og ég sló til. Síðan um miðjan febrúar hef ég sumsé nánast sett allt mitt sem ég var vön að nota “á hold” og aðeins notað vörur að lang mestu leiti frá Skin Ceuticals – ss í að verða 6 mánuði núna. Ég sé ótrúlega mikinn mun á húðinni minni og finn hvað þessar medical skincare vörur henta mér mun betur en aðrar eins og staðan er núna. Ég vildi fá góða reynslu af vörunum áður en ég færi að segja frá þeim á mínum miðlum. Ég er búin að taka mér góða 6 mánuði í að kynnast þeim núna og gæti ekki verið sannfærðari um hversu frábærar þessar vörur eru fyrir mig.

Samhliða þessu hef ég svo farið í 3svar sinnum í ávaxtasýrumeðferð hjá Húðlæknastöðinni á þessum 6 mánuðum. Sýrurnar hafa gert mér ofboðslega gott og mun ég héðan í frá alltaf fara reglulega í þessa meðferð. Ávaxtasýrumeðferð hentar flestum húðgerðum og er styrkleiki sýru valinn eftir húðgerð. Meðferðin vinnur á efsta húðlagi, fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar náttúrulega starfsemi og endurnýjun húðar. Ég byrjaði á 30% styrk, fór svo í 50% og í síðustu meðferðinni endaði ég á hæðsta styrk, eða 70%. Húðin tekur nokkra daga að jafna sig í kjölfarið eftir meðferð og eftir það er sýnilegur árangur strax!

Mig langaði að sýna ykkur rútínuna mína, kvölds og morgna, sem og þær vörur sem ég nota inn á milli, maska og slíkt sem maður notar ekki á hverjum degi. Planið var að taka upp myndband og sýna ykkur það þannig, á örlítið skemmtilegri og persónulegri hátt – ég hinsvegar er ekki enn nógu tæknivædd í myndbandabransanum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir við að reyna að kenna sjálfri mér það undanfarin misseri hefur árangurinn alls ekki verið nógu góður haha. Ég tók því myndir af vörunum og langar að segja ykkur frá hverri og einni vöru og hvernig ég nota þær.

Hér eru vörurnar frá Skin Ceuticals sem allar eru í minni daglegu húðrútínu. Ég hlakka ofboðslega til að prófa Retinol-ið frá Skin Ceuticals en það er ekki æskilegt fyrir óléttar konur. Það er vara sem ég held að muni gera ofboðslega mikið fyrir mig þegar að því kemur.

MORGUNRÚTÍNA:

Ég byrja alla morgna á að þrífa á mér húðina með hreinsinum, Blemish + Age Cleanser. Því næst set ég C vítamín dropana C E Ferulic. Í kjölfarið af því ber ég H.A. Intensifier serumið á húðina og enda á augnkreminu A.G.E. Eye Complex. Ég hef notað fyrstu þrjár vörurnar meira og minna síðan í febrúar og finnst þær stórkostlegar. Ég þurfti að byrja rólega á C vítamín dropunum því í fyrstu fannst mér húðin mín bregðast illa við – ég tók mér smá pásu og prófaði aftur um hálfum mánuði seinna og notaði þá töluvert minna af vörunni en upphaflega, maður þarf ekki nema 3-4 dropa á andlitið. Húðin mín samþykkti vöruna um leið og ég var því svo vegin því virknin í vörunni er gríðarleg. Augnkremið fékk ég hinsvegar fyrir þremur vikum ca. svo ég hef ekki jafn langa og góða reynslu af því en mér finnst það alveg dásamlegt á þessum stutta tíma sem ég hef notað það.


Blemish + Age Cleanser, fyrsta sem ég geri á hverjum morgni er að þrífa andlitið með þessum hreinsi. Hreinsigelið er fyrir feita, blandaða og þroskaða húð. Inniheldur salicilic- og glycolic sýru sem hreinsa burtu dauðar húðfrumur svo áferð húðarinnar verður mýkri, hreinni og unglegri.


Eftir hreinsun á morgnanna ber ég alltaf C E Ferulic C vítamín dropana á tandurhreina húð. Varan er einstök samsetning andoxunarefna sem verja húðina gegn umhverfisáhrifum. Dregur úr fínum línum og eykur ljóma. Verndar gegn skaðlegum áhrifum sindurefna, styrkir húðina og kemur í veg fyrir ótímabæra öldrun og fyrirbyggir viðvarandi breytingar á húð. Í kjölfarið ber ég svo H.A. Intensifier serumið á andlitið. Serum sem eykur magn hyaluronic sýru í húðinni. Þéttir, sléttir og styrkir húðina. H A intensifier inniheldur proxylane, lakkrísrótarkraft og hyaluronicsýru og bindur raka í efsta lagi húðarinnar.


Því næst set ég svo A.G.E. Eye Complex sem er tiltölulega nýkomið inn í rútínuna mína og ég elska það. Háþróðað augnkrem sem dregur úr baugum, þrota, hrukkum og finum línum. Þetta silkimjúka augnkrem er sérstaklega samsett fyrir viðkvæmt augnsvæðið með blöndu af bláberjaseyði og proxylane og peptíðum. Inniheldur einnig ljósagnir sem veita þreyttum, daufum augum útgeislun og ljóma.

Það er ekki langt síðan ég náði loksins almennilega að koma sólarvörn inn í mína húðrútínu. Vinkona mín benti mér á þessa frá Eucerin en hún er oílulaus og hentar mér fullkomnlega. Annan til þriðja hvern dag blanda ég 2-4 dropum af Marc Inbane Tanning Drops út í vörnina í lófann, blanda því saman og ber þannig á andlitið. Brúnkudroparnir frá Marc Inbane eru hin fullkomna lausn til að ná fram fallegum og heilbrigðum ljóma sem er sérsniðinn að óskum hvers og eins. Brúnkudroparnir eru mjög auðveldir í notkun. Þú einfaldlega blandar þeim saman við þitt eftirlætis rakakrem/líkamskrem eða í sólarvörnina þína og nærð þannig fram náttúrulegri brúnku. Ég kýs að blanda þeim við sólarvörnina og ég er strax mun frísklegri og komin með allt það sem húðin mín þarf fyrir daginn. Mikilvægt er að muna að þrífa lófana vel og vandlega eftir á. Ég er svo fegin að hafa fundið þetta æðislega combo sem að hentar mér fullkomnlega og gefur mér það sem ég þarf. Þetta er það síðasta sem ég geri í minni skincare rútínu að morgni til.

KVÖLDRÚTÍNA: 


Kvöldrútínan inniheldur svo þessar þrjár vörur. Blemish + Age Cleanser nota ég fyrst bæði til að þrífa farða og til að djúphreinsa húðina á kvöldin. Glycolic 10 Renew Overnight og A.G.E. Eye Complex.

Því næst ber ég Glycolic 10 Renew Overnight á andlitið en forðast augnsvæðið. Glycolic sýra er AHA sýra sem tekur ysta lagið af húðinni ásamt því að hjálpa til við að birta, fríska upp húðina og að vinna vel á litabreytingum og örum. Glycolic sýran gengur djúpt í húðina okkar og endurnýjar hana innan frá, með reglulegri notkun verður húðin mun jafnari, fær aukin ljóma og raka. Reynist mörgum vel í baráttu við bólur. Ég hef notað þessa vöru á kvöldin meira og minna síðan í febrúar. Ég kláraði hana í sumar og beið í nokkurn tíma eftir nýrri vöru og fann strax hvað ég gæti ekki án hennar verið.

Ég enda svo á augnkreminu A.G.E. Eye Complex sem ég sagði ykkur frá hér ofar. Ber það ss. 2x á dag.

___________________________________________________________________________

Svo finnst mér ofboðslega gott að tríta húðina mína endrum og eins með maska og djúphreinsi. Minn uppáhalds djúphreinsir er Volcanic Exfoliator frá Bioeffect. Svo finnst mér Silica Mud Mask frá Blue Lagoon Skincare og Clarifying Clay Mask frá Skin Ceuticals báðir stórkostlegir maskar sem gera svipað fyrir mig. Þeir eru báðir leirmaskar sem djúphreinsa húðina ofboðslega vel. Mér finnst þeir klárlega hjálpa til fyrir bóluvandamál og til að halda olíuframleiðslu í skefjum.

________________________________________________________________________

Þá held ég að ég sé búin að fara yfir hvert eitt og einasta atriði í minni húðumhirðu. Ég er ótrúlega ánægð með húðina mína núna og það er langt síðan ég hef getað sagt það. Þetta voru breytingar sem húðin mín þurfti á að halda og ég er himinlifandi með árangurinn. Ég mun nota þessar vörur áfram á meðan árangurinn leynir sér ekki. Mér finnst líka magnað hvað áhugi minn um húðumhirðu hefur aukist gríðarlega undanfarna mánuði! Það er virkilega skemmtilegt.

Vöruúrvalið hjá Skin Ceuticals er stórkostlegt – ég gæti ekki mælt meira með þeim. HÉR getið þið smellt og fært ykkur beint yfir á vefverslun Húðlæknastöðvarinnar fyrir ykkur sem viljið kynnast vörunum betur. Mig langaði líka að mæla með því að fylgja Húðlæknastöðinni á Instagram en þau eru ótrúlega dugleg við að færa okkur alls kyns fróðleiksmola er varða húðumhirðu. Undir @hudlaeknastodin á Instagram.

Takk þið sem nenntuð að lesa alla leið hingað!

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: @fanneyingvars

IKEA BARNAELDHÚS FYRIR & EFTIR

BARNAHERBERGIÐHEIMILIÐHÚSGÖGNKOLBRÚN ANNASAMSTARF

Góða kvöldið! Ég setti inn nýlega færslu á Instagram þar sem ég deildi með ykkur fyrir og eftir myndum af eldhúsi dóttur okkar. Flestir kannast við barnaeldhúsið klassíska úr IKEA – það er semsagt það sem um ræðir en við gáfum dóttur okkar það fyrir tæpum tveimur árum. Við keyptum eldhúsið með það í huga að mála það og gera það meira að “okkar”. Við hinsvegar gerðum þau grundvallar mistök að setja það strax saman sem varð til þess að verkið frestaðist í aaansi langan tíma – og nú eru liðin næstum tvö ár haha. Eldhúsið er klassískt og fallegt en mjög auðvelt að gera það að sínu á hina ýmsu vegu. Það má segja að okkur leiðist það ekki að breyta húsgögnum heimilisins með málningarpenslinum – en ég er alltaf mjög stolt af því hversu miklu við höfum breytt hér heima með því að mála/lakka. Nú höfum við því gefið tveimur eldhúsum heimilisins nýtt útlit og ég er ekki síður stolt af því seinna. ;) Við fengum vörur frá Slippfélaginu í verkið (samstarf) og eins og ég segi, er ég ótrúlega ánægð með útkomuna.


Eldhúsið fyrir –


Efnið sem við notuðum. Liturinn ‘glæsilegur‘, grunnur og hvítt lakk. Málningin sem fór á eldhúsið sjálft. 
Búið að grunna eldhúsið.
Hér er ég nýbúin að spreyja öll áhöld og blöndunartæki með gylltu, möttu spreyi. Kolbrún Anna dóttir mín að eignast gylltu blöndunartækin sem móður hennar dreymir um að eignast. ;)

Hér er spreyið sem ég notaði – einnig úr Slippfélaginu.

Svona lítur svo eldhúsið út eftir! Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og finnst mér þetta lita-kombó ganga virkilega vel saman. Þessi fallegi græni litur, hvítur og gyllt á móti öllu ljósbleika og hvíta í herberginu hennar. Mubblan er eins og ný og Kolbrún Anna dóttir mín er meira að segja afar montin með “nýja” eldhúsið sitt. Við erum ótrúlega glöð með þetta verkefni.

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

THIRD TRIMESTER

HELGINHILDUR YEOMANMEÐGANGANOUTFIT

Jæja þá erum við komin inn á síðasta þriðjung meðgöngunnar. Þetta líður afar hratt sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Mér líður vel enn sem komið er þrátt fyrir að vera komin með ansi sára verki í mjóbak og mjaðmir, sem bendir til að tengist þá mögulega grindinni. Ég fann fyrir svipuðum verkjum á fyrri meðgöngu en það hófst töluvert seinna, eða í kringum 35. viku. Núna fór ég að finna fyrir þessum verkjum í kringum 24. viku og hefur þeim farið versnandi sérstaklega núna síðustu daga. Þetta fylgir þessu og ég er mjög meðvituð um það – ég hef lesið mig til um þessa verki á netinu og þeir gætu bæði verið grindargliðnun og eins venjulegir mjaðmaverkir án þess að tengjast grindinni sérstaklega. Maður er hinsvegar hvattur til að kanna málið hjá fagaðila þar sem ef að um grindargliðnun er að ræða er mikilvægt að beita sér rétt í samræmi við það. Það er því næsta mál á dagskrá hjá mér. Ég fór í meðgöngunudd í vikunni og vona að það skili mér einhverju. Annars þarf maður bara að hlusta á líkamann og hvíla hann eins vel og kostur er.

Ég er að detta í 28. viku og allt í einu hefur bumban tekið vaxtarkipp og litli strákurinn í bumbunni hreyfir sig á fullu, sem er ekkert nema dásamlegt. Ég er alltaf svo þakklát kroppnum mínum fyrir að geta gengið með barn og það er eitthvað sem ég tek aldrei með sjálfsögðum hlut.

Við fórum í þrítugsafmæli um síðustu helgi og minn allra besti ljósmyndari, maðurinn minn smellti nokkrum myndum í tilefni af ‘third trimester’. ;)

Bolur: Hildur Yeoman / Yeoman á Skólavörðustíg
Kjóll: gamall úr H&M
Skór: Jeffrey Campbell / GS Skór
Skart: my letra

______________________________________________________________________

Ég hlakka til að segja ykkur í næstu færslu frá draumaferðalaginu okkar um norðurlandið!

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

SNÆFELLSNESIÐ

FERÐALÖGHELGINÍSLANDLÍFIÐPERSÓNULEGTSAMSTARF

Góðan daginn! Ég minntist á það í síðustu færslu að við fjölskyldan hefðum eytt langri helgi á Snæfellsnesinu um þar síðustu helgi. Ég fékk ógrynni af skilaboðum á persónulega Instagram reikninginn minn á meðan ferðalaginu stóð en ég náði því miður ekki að svara neinum. Ferðalagið byrjaði heldur óheppilega þar sem að síminn minn krassaði strax fyrsta kvöldið og ég var því símalaus út ferðalagið – ég rétt skaust inn á Instagram til að deila myndum í gegnum símann hans Teits og meira var það ekki. Fyrirspurnirnar voru mikið tengdar því hvar hinn og þessi staður væri sem við heimsóttum og ég svara því öllu í þessari færslu. Við fjölskyldan lögðum af stað á fimmtudegi og brunuðum beint í uppáhalds Stykkishólm. Við eyddum einni nótt í Hólminum góða og á föstudeginum fórum við svo á Búðir þar sem við gistum í tvær nætur. Þetta ferðalag var algjörlega meiriháttar og verður lengi í minnum haft! Dóttir mín Kolbrún Anna toppaði sig algjörlega og var sannkallaður drauma ferðafélagi sem var svo dásamlegt. Snæfellsnesið er allra fallegasti staður landsins að mínu mati. Ég fer alls ekkert ofan af því.

Fimmtudagur:

Við komum í fallega Stykkishólm og checkuðum okkur inn á Hótel Egilsen sem er staðsett á besta stað í miðbænum. Ég var að vinna í Stykkishólmi sumarið 2012 þegar Egilsen opnaði og það hefur verið draumur að fá að gista þar síðan þá og upplifa það að vera “ferðamaður” í heimabænum mínum. Ég segi heimabær því að foreldrar mínir eru bæði fædd og uppalin í Stykkishólmi en fluttu í Garðabæinn rétt áður en að ég fæddist. Ég eyddi því allri minni æsku, sumrum, jólum og áramótunum í Stykkishólmi hjá ömmu og afa og fjölskyldunni minni þar – allt mitt fólk er frá Stykkishólmi í báða ættliði svo Hólmurinn hefur alltaf verið mér afar heimakær og standa minningarnar þaðan úr æsku upp úr og eru mér virkilega dýrmætar. Mér finnst því einstaklega gaman að fá að sýna Teiti og Kolbrúnu Önnu Hólminn minn og staðina sem má segja að ég hafi alist upp á. // Við fengum frábæra díla á gistingum okkar bæði á hótel Egilsen og á hótel Búðum. Samstarf í formi góðra kjara ef svo má að orði komast.

Við borðuðum kvöldmat á Narfeyrarstofu og löbbuðum svo upp á Súgandisey, sáum ferjuna Baldur koma í höfn frá Flatey og fylgdumst með lífinu á Breiðafirðinum sem skartaði sínu fegursta þetta kvöld. Dásamleg kvöldstund með mínum.

Kolbrún Anna myndaði mömmu og pabba í fyrsta skipti og foreldrarnir gátu ekki annað en hlegið!
Eitthvað svo fullkomið vibe á Egilsen.

Föstudagur:

Byrjuðum á drauma morgunverði á hótelinu. Checkuðum okkur út í hádeginu og röltum í kjölfarið um bæinn, fengum okkur að borða og fórum í heimsókn til frænku minnar. Við keyrðum svo af stað á næsta áfangastað með viðkomu á Ytri-Tungu, það er strönd á Snæfellsnesinu sem er m.a. fræg fyrir seli – en við sáum fullt af selum gægjast upp úr sjónum sem var ótrúlega skemmtilegt, ásamt því að við nutum þess að slaka á á ströndinni í sólinni. Ég fékk margar spurningar á Instagram út í hvar þessi strönd væri staðsett. Eftir dágóða veru á ströndinni á Ytri-Tungu héldum við áfram á Hótel Búðir þar sem við checkuðum okkur næst inn. Hótel Búðir er eitt fallegasta hótel landsins, ég bara verð að segja það. Það er fallegt hvert sem augað lítur og er staðsett á besta stað á nesinu, frábær staðsetning ef manni langar að fara hringinn í kringum Snæfellsnesið t.d. Ég hafði aldrei gist þar áður en m.a. farið þangað í brúðkaup en Búðir er m.a. frægt fyrir fallegu, litlu svörtu kirkjuna sem þar stendur. Við borðuðum kvöldmat á hótelinu þetta kvöldið.

Laugardagur: 

Við vöknuðum og fórum í dýrindis morgunmat. Bæði hótelin mega eiga það að morgunmaturinn stendur klárlega upp úr. Ég veit ekkert betra en að byrja daginn á jafn dásamlegum morgunmat sem að lagði 100% línurnar fyrir dagana. Fullkomið. Við fengum okkur svo kaffibolla í fallegustu setustofu landsins á hótelinu. Þið afsakið hvað ég get ekki hætt að dásama hótelin, en setustofan er klárlega ein af þeim hlutum sem hótel Búðir er frægt fyrir.

Við vorum sumsé búin að ákveða að eyða laugardeginum í það að fara hringinn í kringum Snæfellsnesið. Við lögðum af stað í hádeginu og byrjuðum á Rauðfeldsgjá, en við löbbuðum að og inn í gjánna. Þvílík náttúrufegurð sem ég mæli með fyrir alla sem ætla sér að taka hringinn. Eftir gott stopp þar keyrðum við á Arnarstapa og því næst yfir á Hellnar. Við eyddum dágóðum tíma á Hellnar þar sem við settumst á kaffihúsið í fjörunni og fengum okkur kaffi, kökur og vöfflur. Teitur fékk sér einnig fiskisúpu. Hellnar er ein falin perla sem er algjörlega must see. Að setjast niður á kaffihúsið, drekka kaffi og njóta útsýnisins er eitthvað sem allir þurfa að prófa. Við röltum svo niður í fjöruna og virtum fyrir okkur fegurðina sem blasti við hvert sem augað leit. Algjör draumur. Eftir Hellnar keyrðum við svo yfir á Djúpalónssand þar sem við eyddum einnig góðum tíma, sátum á sandinum og horfðum á öldurnar. Meiriháttar upplifun. Eftir góða viðveru þar keyrðum við áfram og í gegnum Hellissand og Rif og enduðum í Ólafsvík. Þar snæddum við kvöldmat, pizzur á veitingastaðnum Sker áður en við héldum til baka á Hótel Búðir. Meiriháttar hringferð um Snæfellsnesið og ég gæti ekki mælt meira með þessum stöðum sem ég nefndi. Ég hefði alls ekki viljað sleppa neinum þeirra! Kvöldið okkar endaði svo á kvöldgöngutúr hjá hótelinu en það eru nóg af náttúruperlum þar. Við löbbuðum framhjá svörtu kirkjunni og fundum fallega strönd þar aðeins lengra. Það var svo hlýtt og fallegt þennan dag. Við Teitur enduðum svo á afar rómantískum nótum á hótelinu þar sem við spiluðum Yatzy við arineld. Fullkomið ef þú spyrð mig!


Rauðfeldsgjá.

Mömmukoss í fjörunni á Hellnum.

Ég fékk ótrúlega margar spurningar út í hvaða buxur frá 66 Norður þetta væru og eins hvaðan peysan væri. Buxurnar keypti ég fyrir löngu en þær heita Vatnajökull, týpa sem er alltaf til hjá þeim. Peysan er einnig gömul, keypt í H&M þegar verslunin opnaði fyrst hér á landi. 
Djúpalónssandur.
Komin til baka á Hótel Búðir en sést örlítið gægjast í hótelið þarna á bakvið. 
Drauma endir á drauma degi.

Sunnudagur: 

Við vöknuðum við 20 stig á mælinum. Við tjekkuðum okkur út af hótelinu í hádeginu en gátum ekki hugsað okkur að keyra heim strax á þessum stórkostlega degi. Við keyrðum til baka í Stykkishólm, fórum í bakaríið og þaðan í sund. Eftir sundið hittum við frænkur mínar, fórum í ísbíltúr og ákváðum að lokum að eyða seinni partinum af deginum á ströndinni á Ytri-Tungu, aftur, áður en við myndum bruna í bæinn. Það var ótrúlega ljúft að taka daginn svona á stemningunni en við lögðum ekki af stað í bæinn fyrr en um 18 leitið. 
Draumadísin mín eftir dásamlega veru á Hótel Búðum, með Snæfellsjökulinn beint fyrir framan sig.
Endum þetta á fjölskyldumynd á Snæfellsnesinu. <3

Fullkominn endir á frábærri ferð. Snæfellsnesið fær öll mín meðmæli og ég vona að þetta hafi bæði svarað spurningum ykkar og gefið ykkur þó nokkrar hugmyndir ef þið eruð í ferðahugleiðingum um þennan drauma stað. Frábær viðbót væri svo auðvitað að taka dagsferð og fara með Baldri út í Flatey, sem er paradísar eyja á Breiðafirðinum en Baldur siglir þangað frá Stykkishólmi. Við náðum því ekki í þetta skiptið en eigum það inni næst. <3

Strax farin að hlakka til næsta ferðalags!

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

HELGIN

HELGINLÍFIÐNEW INOUTFIT

Góða kvöldið til ykkar eftir smá sjálfskipað “sumarfrí” frá Trendnet hjá undirritaðri. ;) Ég biðst afsökunar á fjarveru minni en ég ætla að koma sterk inn eftir smá frí hér með! Ég vona að þið hafið haft það sem allra best það sem af er sumri. Við fjölskyldan höfum verið mikið á flakkinu, farið í nokkrar sumarbústaðarferðir ásamt draumaferð á Snæfellsnesið um síðustu helgi sem er efni í bloggfærslu sem kemur von bráðar. Ég fékk margar fyrirspurnir um staði sem við heimsóttum á Snæfellsnesinu sem ég vil glöð deila með ykkur og gaman að geta látið upplýsingarnar hér á bloggið. Góð tips fyrir þá sem ætla að heimsækja fallegasta stað landsins í sumar! Ferðahugur minn er í hæðstu hæðum í augnablikinu en ég vil helst vera sem minnst heima hjá mér. Ég er afar spennt fyrir ferðalögum innanlands í sumar!

Helgin var dásamleg. Gærdagurinn byrjaði á afar ljúffengum hádegismat í sólinni á Duck & Rose, við enduðum á að eyða öllum deginum í miðbænum. Hittum vini og röltum á milli hina ýmsu staða – ótrúlega mikið líf í fallegu miðborginni okkar á þessum fallega degi. Við enduðum daginn heima í grilli. Meiriháttar dagur.

Kjóll: ZARA
Leðurjakki: Moss x Fanney Ingvars / Galleri 17
Skór: ZARA

Ég fékk nokkar fyrirspurnir út í kjólinn minn á Instagram – en hann (og skórnir) eru hvoru tveggja afar góð úsölukaup sem ég gerði í Zöru í síðustu viku. Kjóllinn er fullkominn með stækkandi bumbu og virkar einnig frábærlega auðvitað þegar ég er búin að eiga. Ég hef á tilfinningunni að þetta verði mitt go-to óléttu dress í sumar, síður kjóll og leðurjakki! Þægindi út í eitt en á sama tíma nokkuð huggulegt. ;)

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Instagram: fanneyingvars

2x OUTFIT

OUTFIT

2x dress frá síðustu dögum. Xxx

Blazer: Herradeild Zöru
Buxur: Jamie Topshop maternity / ASOS
Skyrta: Hildur Yeoman / Yeoman
Taska: Hvisk / Húrra Reykjavík
Skór: Zara
Sólgleraugu: Zara

Leðurjakki: Moss x Fanney Ingvars / Galleri Sautján
Kjóll: Weekday
Skór: Alexander Wang
Taska: Hvisk / Húrra Reykjavík
Sólgleraugu: Dior

Þangað til næst,
Xxx Fanney

Fylgstu með á Instagram: fanneyingvars