fbpx

INNLIT – MORGUNBLAÐIÐ

FJÖLMIÐLARHEIMAHEIMILI

Ljósmyndari frá Morgunblaðinu kom fyrir nokkru síðan og tók myndir hérna heima. Myndirnar birtust svo í sunnudags mogganum um helgina ásamt stuttu spjalli við mig um heimilið og fleira því tengt.

Hlutir fá nýtt líf í nýju rými

Akranesmærin Hrefna Daníelsdóttir hefur sterkar skoðanir á útliti heimilisins og finnst mikilvægt að breyta reglulega til. Hrefna bauð blaðamanni Morgunblaðsins inn fyrir dyrnar á fallegt heimili sitt og fjölskyldunnar á Skaganum. 

Hrefna Daníelsdóttir heldur úti lífsstílsbloggi á trendnet.is og starfar sem ritari á fasteignasölunni Hákoti á Akranesi. Hún er mikill fagurkeri og hefur sérlega fallegan og stílhreinan smekk. Sjálf lýsir hún stíl sínum sem frekar svart/hvítum en um leið blómlegum og hlýlegum. ,,Ég heillast mjög mikið af skandinavískum heimilum og heimilið okkar ber þess merki,” segir Hrefna.

,,Ég er haldin breytingaræði inni á heimilinu og færi reglulega hluti á nýja staði. En breytingunum fylgir það ekki að þurfa stöðugt að kaupa nýja, heldur færi ég þá hluti sem eru til fyrir á milli rýma, því það er ótrúlegt með þessa hluti að þeir öðlast oft nýtt líf í nýju rými. Ég er líka mjög dugleg að færa plönturnar til, bæði til að færa þær á milli birtustiga og líka til að fá græna litinn í rýmin.”

Litlu hlutirnir skipta mestu máli

Hrefna segir það gera ótrúlega mikið að færa smáhluti á milli rýma. ,,Ég mæli með því við fólk ef það vantar að breyta til og er orðið leitt á uppröðuninni inni á heimili sínu, að færa til hluti og þá ekkert endilega stóru hlutina, það eru nefnilega litlu hlutirnir sem skipta mestu máli.Það eru þeir sem skreyta rýmin og lífga upp á þau. Ein græn planta gerir líka kraftaverk, það finnst mér allavega.”

Hrefna segist fá innblástur úr sínu nærumhverfi, inni á heimilum sem hún heimsækir og úr tímaritum. ,,Instagram er líka frábær samfélagsmiðill til að sækja sér innblástur þegar kemur að heimilinu. Þið finnið mig þar @hrefnadan. ” Aðspurð hvort hún eigi sér einhvern uppáhaldsmun á heimilinu svarar Hrefna neitandi. ,, Ég tengist hlutum ekki tilfinningalegum böndum en ég elska að kúra með fjölskyldunni minni í sófanum okkar. Það er fátt betra en kósíkvöld í stóra, mjúka kósí sófanum okkar. Hins vegar er ég ekkert sérstaklega ánægð með sjónvarpið inni í stofu, væri alveg til í að hafa sjónvarpsherbergi það sem sá gripur yrði geymdur, en það bíður betri tíma,” segir Hrefna að lokum og hlær.

Fleiri myndir eru í sjálfu blaðinu, sem ég mæli með því að þið kíkið á.. reyndar ekki hægt að kaupa það lengur en þið finnið það HÉR.

HDan

BLUE IS THE NEW BLACK

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Kolbrún Ýr

    22. June 2017

    Ohh missti af blaðinu sjálfu en gaman að sjá myndirnar á netinu ?

    • Hrefna Dan

      6. July 2017

      :*