fbpx

FERMING VIKTORÍU

HUGMYNDIRINNBLÁSTURPERSÓNULEGT

Viktoría mín fermdist síðasta sunnudag og mikið rosalega er gaman að ferma barnið sitt… mjög fullorðins fannst okkur Palla en um leið svo ótrúlega skemmtilegt. Það var svo magnað að eiga þennan dag með henni og sjá hvað hún naut sín vel, hún var svo þakklát og ánægð með allt saman.

Veislan var algjörlega eins og Viktoría vildi hafa hana, skreytingar einfaldar og stílhreinar og þema litirnir svartur, ljósbleikur og hvítur með dass af marmara. Maturinn var með mexíkósku ívafi sem er með því betra sem Viktoría fær. Kökurnar sem var boðið upp á eftir matinn voru kransakaka sem við mæðgur gerðum saman á námskeiði hjá föðurömmu hennar, föðuramman gerði svo kransatoppa, móðuramman útbjó Rice Krispies kransaköku og bita, mágkona mín gerði fermingarkökuna sem var með þeim fallegri kökum sem ég hef augum litið – súkkulaðikaka með smjörkremi. Einnig vorum við með makkarónur sem við pöntuðum hjá Lindu Ben, meira HÉR. Við vorum með þrjár tegundir af makkarónum – ljós bleikar með vanillu fyllingu, svartar með lakkrís fyllingu og hvítar með saltkaramellu fyllingu.

 

img_7584

Borðskreytingarnar voru einfaldar og stílhreinar. Afskorin blóm, þykkblöðungar, krukkur skreyttar með blúndu, smá nammi og marmara servíettur og borðrenningar. Við fengum allar servíettur, borðrenninga og kerti að gjöf frá Ölgerðinni – en ég veit að þið getið fengið þessar ótrúlega fallegu marmara vörur í Stórkaup í Skeifunni

img_7588

img_7606

Fermingarbarnið klárt í daginn.

img_7786

Sara og Tinna, sem rífast alla daga eins og góðum systrum sæmir en elska líka hvor aðra ofur heitt

img_7809

Tinna

img_7699

Fermd!

5

Helena vinkona sá um að hárið

img_7697

Ömmurnar tvær klæddu sig í sitt fínasta púss, peysuföt og upphlut í athöfninni og mikið voru þær fínar

img_7194Mæðgur

6

Mexíkó fiesta að ósk fermingarbarnsins. Ein últra mega dugleg vinkona okkar sá um allan matinn sem sló rækilega í gegn.. lasagne, nachos skál, guacamole, snakk, salsasósa, brauð og allskonar gúmmelaði. Bragðlaukarnir dönsuðu af gleði!!

img_7776

Maríanna mágkona mín og kökusnillingur bakaði fermingarkökuna og VÁ get ég sagt ykkur.. hún er ekki bara falleg, hún var líka mega bragðgóð.

img_7789

Makkarónur frá Lindu Ben… mæli svoo eindregið með henni, finnið meira um þessar dásamlegu makkarónur HÉR.

img_7891

9Stoltir foreldrar og fermingarbarnið

img_7827

Afgangaát út vikuna.. ég tek það á mig!

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar tengdar þessu, þá ekki hika við að hafa samband.

 

HDan

HEIÐARBRAUT - FYRIR & EFTIR

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    23. March 2017

    Innilegar hamingjuóskir með og til hennar. Virkilega fallegt allt saman <3

    • Hrefna Dan

      23. March 2017

      Takk kærlega elsku Elísabet xx

  2. Bára Gísladóttit

    23. March 2017

    Sæl, mig langar svo að spyrja þig hvar þú fèkkst bakkann sem sem makkaronurnar voru á? Þetta var mjög flott á borðinu, kom vel út kv Bára

    • Hrefna Dan

      23. March 2017

      Sæl, ég fékk standinn að láni hjá Lindu sem útbjó makkarónurnar.

  3. Sigríður

    25. March 2017

    Til hamingju með dótturina :) mætti èg spyrja hvaðan kjólinn þinn er? B.kv

    • Hrefna Dan

      26. March 2017

      Þakka þér kærlega xx

      Ég pantaði kjólinn á Asos!