fbpx

MY NEW HOME – DETAILS

HEIMAHEIMILIINSTAGRAMPERSÓNULEGT

Jæja við erum komin með lyklana af Heiðarbrautinni í hendurnar og þar er allt á fullu spani. Við erum búin að brjóta niður innréttingar, rífa niður hillur, skápa, gardínur, gardínustangir, veggfóður og margt fleira. En við erum svo sem ekkert að gera húsið fokhelt, við erum meira bara að gera það að okkar. Þessa dagana er verið að sparsla neðri hæðina og mála efri hæðina.

Ég hef aðeins verið að leyfa fólki að fá innsýn í ferlið á snapchat (hrefnadan) og vá undirtektirnar hafa verið frábærar inni á þeim miðli. Okkur finnst það ákveðin hvatning fyrir okkur að leyfa öðrum að fylgjast með og svo er alls ekki verra að fá pælingar og pepp frá fólkinu sem fylgist með.

Ég hef líka síðustu daga verið að setja inn myndir á Instagram (@hrefnadan) .. húsið er yfirfullt af fallegum detail-um sem heilla augað og ég elska að mynda þá. Ég er búin að mynda marga þeirra frá fleiru en einu sjónarhorni, enda algjör detail-a perri. Þessar myndir að neðan eru af Instagram…..

img_6181

Skrautlistinn í loftinu í stofunni – hann var steyptur í loftið í kringum 1960, húsið er byggt 1956

img_6298

Hringgluggi við stigann

img_6284

Allt út um allt – þetta er opið inn í forstofuna og þar ætlum við að setja gerefti í kringum

img_6386

Gluggarnir í herbergjum Viktoríu og Tinnu eru mega fallegir

img_6423

Stigahandriðið – við ætlum okkur að mála það ….. (þið megið giska!)

img_6464

Undir súð – þetta er inni í svefnherberginu okkar

img_6473

Detail-ar í horninu hjá litla baðinu

Ég er ennþá að klípa mig í kinnina og sjá hvort ég vakni ekki af þessu draumi, því jú þetta er hús drauma minna. Gamalt hús með góða sögu, falleg smáatriði, vel byggt og á frábærum stað.. hvað er hægt að biðja um meira.

En við stefnum á að flytja fyrstu helgina í mars, svo áfram við!

 

HDan

DRESS

Skrifa Innlegg