Ég setti saman smá óskalista áðan, hluti sem væru ansi fallegt prýði fyrir heimilið okkar og margir sem kæmu að ansi góðum notum. Það þurfa jú allir að eiga handsápu, uppþvottalög, klukku og dagatal.
Ég er búin að safna þessu hlutum í möppu í tölvunni og ykkur að segja þá eru þeir töluvert fleiri en ég varð einhvers staðar að setja stopp og set bara saman í annan óskalista við fyrsta tækifæri!
- Gróft teppi – þarf að plata mömmu til að prjóna svona teppi handa mér (eða læra sjálf að prjóna og láta þetta verða mitt fyrsta verkefni)
- Royal Copenhagen kaffibollar – fást í Líf & List
- Stór kaktus – ég kaupi flestar mínar plöntur í Grósku hérna á Akranesi
- Veggklukka – ansi margar sem koma til greina en þessi að ofan er frá Georg Jensen
- Motta – svona motta eða einhver mjög svipuð er efst á óskalistanum, þessi að ofan er frá Husky Shag
- Vittsjö hilla frá Ikea – ég hef haft augastað á þessari í langan tíma, er að reyna að finna stað fyrir hana áður en ég fjárfesti í henni
- Vaðfuglinn heillar – mig langar í hann í miðstærð svartan
- Hay J110 stóllinn heillar mig
- Meraki er uppáhalds merki – ég þarf að fara að endurnýja handsápuna og heimilisilminn, langar að fá mér uppþvottalöginn í leiðinni. Ég kaupi Meraki vörurnar í Gjafavöruversluninni @home hérna á Akranesi
- Dagatal – ég kaupi árlega nýtt dagatal en hef ekki fjárfest í neinu fyrir þetta ár. Ég er ótrúlega hrifin af svona dagatalsklukku.
- Svartur vegglampi – ég er að leita að hinum fullkomna svarta vegglampa
Ég setti aldrei saman neinn jólagjafaóskalista svo þessi kemur bara í staðinn fyrir hann, svona óskalisti fyrir árið 2017 – ég verð 35 ára á páskadag svo þetta hjálpar kannski einhverjum nákomnum í gjafaleit!
HDan
Skrifa Innlegg