fbpx

Mitt Sumartrix fyrir húðina

Förðun

Mitt sumartrix að þessu sinni verður stutt & laggott – en ég elska að hafa áferðina á húðinni létta á sumrin & að það sjáist alls ekki á henni að hún sé mikið förðuð. Ég er búin að vera hræðileg í húðinni eiginlega alveg frá því að ég átti Sigga minn en þetta er að redda mér í gegnum lífið eins & er. Ég hef verið að nota CC-kremin frá L’Oreal síðan í vor & það sem að ég áttaði mig á er að ég fíla best að blanda saman fjólubláa & græna. Fjólubláa er „Anti Dulness“ & dregur úr gráum tón í húðinni, Græna er „Anti Redness“ & dregur úr roða í húðinni þeir eru því mjög ólíkir & hafa ólíkt hlutverk. Með því að blanda þeim saman finnst mér litarhaftið verða einstaklega frísklegt, þekjan fullkomin & áferðin æðisleg. Mitt sumartrix, enjoy! xx

 

13932968_10209818947098722_1930535639_n


Hér er ég einungis með blönduna góðu, engan hyljara & ekkert púður….

 

2016-08-02_23-32-46

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Makeup helgarinnar

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. María Jóna

    5. August 2016

    Þetta er snilldar trix, mikill aðdáandi beggja en hef ekki spáð í blöndun áður :)

  2. Tinna

    14. August 2016

    blandarðu þessu saman í lófanum og berð á andlitið?

    • Steinunn Edda

      14. August 2016

      Hæhæ :) Ég nota eiginlega alltaf bursta því að mér líkar betur áferðin sem kemur með þeim, þannig að ég sprauta létt úr báðum túpunum á handabakið & blanda svo saman með burstanum áður en ég ber á andlitið :)