Uppáhalds..

Förðun

Sólin er búin að skína vel á okkur hérna í Kóngsins síðustu daga & má því segja að maður sé komin í sumargírinn & snyrtidótið eftir því. Þetta eru nokkrar vörur sem að ég er búin að nota óspart uppá síkastið..

uppahalds

1. Fiji frá Essie – þessi litur er svo bjartur & fallegur, fullkominn sumarlitur á hendur & fætur

2. Bronze Goddess –  ilmur frá Estée Lauder sem öskrar sumar, kókos & ferskir ávextir í bland & ekki skemmir fyrir að ilmurinn er án alkahóls svo að það er ekkert mál að nota hann án þess að brenna í sólinni

3. Blonde Brow frá Refectocil –  litur frá Refectocil sem er frábær fyrir blondínurnar, en hann er notaður til að lýsa augabrúnirnar. Þetta er aflitun & því hægt að fara alla leið með þetta, en ég nota þetta eingöngu í stutta stund til að þær verði ljósbrúnar

4. Dove Derma Spa – body lotion með smá brúnku í, fullkominn til að byggja upp ljóma & gylltan tón í húðinni sem er svo hægt að bæta upp með smá sólarljósi. Ég nota þennan alltaf eftir sturtu

5. Bronzing Powder Safari frá MAKE UP STORE – uppáhalds sólarpúðrið mitt í augnablikinu, fyrir utan það hvað pakkningarnar eru skemmtilegar á makeup hillunni, þá elska ég að þetta púður er í rauninni 2in1. Þessi litur er með fallegum glans inná milli svo að hann virkar vel sem highlighter & sólarpúður á sama tíma. Fullkominn til að skella á sig áður en maður fer út í sólina

Vertu velkomið sumar!

13236326_10209165326438614_884263335_n

Þið finnið mig á
Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Langar - Þykkur Choker

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Halldóra

    18. May 2016

    Hæhæ.
    Mig langar svo að forvitnast hvað sjampóið og hárnæringin heitir sé þú varst að mæla með um daginn?? Eitthvað sem er tilvalið með brjóstagjöf

    • Steinunn Edda

      22. May 2016

      Hæhæ! – Heyrðu ég er einmitt með það á listanum mínum yfir MAÍ faves, það er OI línan frá Davines, svo hrein og æðisleg lína, mæli 110% með henni! :)

  2. Anonymous

    19. May 2016

    Hvar fæ ég Blonde Brow á Íslandi? :)

    • Steinunn Edda

      22. May 2016

      Sko, það hefur stundum verið smá snúið að fá þetta á Íslandi þar sem að þetta er annaðhvort oft uppselt eða ekki oft pantað inn, en ég sá þetta núna í apríl í Lyf&Heilsu Kringlunni ;)