fbpx

YEEZY SEASON 4:

TÍSKAWANT

Í fyrradag horfði ég á YEEZY SEASON 4 Live á Tidal. Þetta er fjórða fatalínan eftir Kanye West. En tískusýningin var haldin í New York City.

Sýningin var ótrúlega flott & sérstök. Það er alltaf áhugavert að fylgjast með Kanye West því hann gerir allt á sinn eigin veg. Eins og þessi tískusýning var ekki eins og allar aðrar venjulegar tískusýningar.

Fatalínan innihélt base liti, grænan, hermannamunstur, camel liti & svartan. Ég er virkilega hrifin af litnum base og græna litnum. Hann heillar mig alveg.

Það var einnig mikið um há stígvél og ég er alveg kolfallin fyrir háum stígvélum eftir þetta show. Svo var mikið af stuttum toppum í litnum base, samfellur, two pieces, víðum úlpum, dúnúlpum – ég gjörsamlega féll fyrir þeim einnig. Svo var einnig mikið af stuttbuxum, og stutta boli við. Ég fýla það look mikið sérstaklega ef það er heitt úti. Einnig var mikið af víðum hettupeysum & víðum jökkum, – það finnst mér mjög flott!

Það sem ég fýlaði mest af SEASON 4, voru örugglega skórnir! Það voru fullt af uppháum stígvélum með hæli í fallegum base lit. Svo voru einnig boots með fallegum hæl í litunum base og svörtu. Þeir fannst mér virkilega fallegir.

Þið getið horft á showið inn á TIDAL.COM

x

sigridurr

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

SUMARIÐ MITT:

Skrifa Innlegg