NEW IN: POWERPHASE

NEW INREVIEWSNEAKERSTÍSKAUPPÁHALDS

Í gær fékk ég loksins Adidas Yeezy Powerphase Calabasas skóna mína en þeir eru eftir Kanye West. Skórnir eru fallegir & einfaldir en ég keypti skóna á endursöluverði inn á Stockx.com  ég mæli virkilega með þeirri síðu!! Það virkar þannig að þú kaupir skóna af einhverjum, síðan eru skórnir sendir til Stockx & þeir skoða hvort skórnir séu ekki örugglega ekta & hvort þeir séu í góðu lagi síðan senda þeir skóna til þín. Mæli með! Ég er sjúklega ánægð með skóna & þjónustuna sem ég fékk hjá Stockx.

Vegna fjölda fyrirspurna ætla ég að útskýra hvernig maður kaupir af Stockx.com en Stockx selur limited skó sem eru fljótt uppseldir í búð: Þú velur skó, segjum t.d. Calabasas – síðan getur þú annaðhvort boðið í þá eða keypt þá strax, ég t.d. keypti þá strax. Síðan sendir sendandinn skóna til Stockx & þeir skoða skóna hvort þeir séu ekki örugglega í góðu lagi & að lokum senda þeir skóna til þín ef þeir eru í góðu lagi, ef ekki þá sendir Stockx skóna aftur til sendandans & þú færð endurgreitt. 

x
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

YEEZY SEASON 5 Á NEW YORK FASHION WEEK:

FAMOUSTÍSKAWANT
img_1352

Boðskortið að þessu sinni!

img_1354Í gær frumsýndi Kanye West YEEZY SEASON 5 með Adidas á New York Fashion Week. Línan í heildina er virkilega flott & finnst mér hún standa upp úr miðað við síðustu línur eftir Kanye. Eitthvað að klæðnaðinum var með “Calabasas” & einnig “Lost Hills” prentað á sig. Mikið er um hermanna munstur & Burgundy litinn, sem ég er kolfallin fyrir eftir sýninguna! Á tískusýningunni frumsýndi hann engin ný lög eftir sig en aðeins eitt lag var í spilun allan tímann sem var áhugavert. Fyrirsætunum var varpað upp á skjá til að sýna alla línuna á meðan lagið “Bed” eftir tónlistarmanninn Dream var í spilun. Fyrirsæturnar gengu að lokum niður sýningarpallinn! En boðsmiðinn á sýninguna að þessu sinni var peysa með merkingunum “Lost Hills” á bringunni, hliðunum & einnig SEASON 5 merkingu! Peysan var send til þeirra sem voru sérstaklega boðnir á sýninguna.

Hægt er að sjá tískusýninguna í heild sinni hér – 

x

img_1455 img_1456 img_1457 img_1458 img_1459 img_1460 img_1461 img_1462 img_1463 img_1464 img_1465 img_1468 img_1470 img_1471 img_1472 img_1473 img_1474 img_1475 img_1476 img_1477 img_1478 img_1479 img_1480 img_1481 img_1482 img_1483 img_1484 img_1485

img_1469

img_1467Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

img_9863

BOSTON: SAINT PABLO TOUR

LÍFIÐ

Þar seinasta föstudag fór ég & Gummi kærasti minn til Boston. Aðal ástæða ferðarinnnar til Boston var vegna þess að Kanye West var með Saint Pablo Tour í Boston.

Tónleikarnir voru í TD Garden. En fyrir tónleikana biðum við, ég & Gummi í röð í sirka einn og hálfan klukkutíma eftir Saint Pablo Merch-i, en það var algjörlega þess virði. Ég nældi mér í 2 stk síðerma boli. En Gummi hinsvegar keypti aðeins meira af merch-i. Stemningin þarna var ótrúleg & virkilega skemmtileg. Tónleikarnir voru geðveikir! Eiginlega bara ólýsanlegir. Kanye West er ótrúlegur live. Sviðið, sviðsmyndin & ljósasjóið var ótrúlegt. Algjörlega ógleymanleg upplifun.

Það sem stendur mest upp úr í þessari ferð eru tónleikarnir. Það er eiginlega bara erfitt að lýsa þessari reynslu eða tilfinningu. En þetta var allavega bestu tónleikar sem ég hef farið á  & ótrúleg upplifun! Og ég held að fullkomna orðið yfir tónleikana er bara ólýsanlegt & kannski soldið súrrelískt einnig.

Boston hinsvegar var æðisleg. Veðrið var alveg frábært! Ég er mjög hrifin af Boston & hef komið þangað einu sinni áður & er alltaf yfir mig hrifin. Það er æðislegt að versla í Boston, allt frekar ódýrt & mikið úrval. Boston er einnig mjög falleg borg & er hún oft talin vera mjög evrópsk & ég er mjög sammála því.

Ég er virkilega ánægð með þessa ferð & vona að þið njótið með mér myndirnar úr ferðinni. Einnig getið þið farið inn á Instagramið mitt @sigridurr. Þar pósta ég myndböndum af Saint Pablo tónleikunum & einnig fleiri myndir úr ferðinni.

x

sigridurr

img_4895.jpg img_4901.jpg img_4956.jpg img_4907.jpg img_5035.jpg img_5072.jpg img_5080.jpg img_5086.jpg img_5016.jpg img_5010.jpg img_5002.jpg img_4958.jpg img_5109.jpg img_5121.jpg img_5129.jpg img_5223.jpg img_5151.jpg img_5378.jpg img_5358.jpg img_5282.jpg img_5307.jpg img_5411.jpg img_5429.jpg img_5422.jpg img_5442.jpg img_5607.jpg img_5594.jpg img_5641.jpgEndilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

YEEZY SEASON 4:

TÍSKAWANT

Í fyrradag horfði ég á YEEZY SEASON 4 Live á Tidal. Þetta er fjórða fatalínan eftir Kanye West. En tískusýningin var haldin í New York City.

Sýningin var ótrúlega flott & sérstök. Það er alltaf áhugavert að fylgjast með Kanye West því hann gerir allt á sinn eigin veg. Eins og þessi tískusýning var ekki eins og allar aðrar venjulegar tískusýningar.

Fatalínan innihélt base liti, grænan, hermannamunstur, camel liti & svartan. Ég er virkilega hrifin af litnum base og græna litnum. Hann heillar mig alveg.

Það var einnig mikið um há stígvél og ég er alveg kolfallin fyrir háum stígvélum eftir þetta show. Svo var mikið af stuttum toppum í litnum base, samfellur, two pieces, víðum úlpum, dúnúlpum – ég gjörsamlega féll fyrir þeim einnig. Svo var einnig mikið af stuttbuxum, og stutta boli við. Ég fýla það look mikið sérstaklega ef það er heitt úti. Einnig var mikið af víðum hettupeysum & víðum jökkum, – það finnst mér mjög flott!

Það sem ég fýlaði mest af SEASON 4, voru örugglega skórnir! Það voru fullt af uppháum stígvélum með hæli í fallegum base lit. Svo voru einnig boots með fallegum hæl í litunum base og svörtu. Þeir fannst mér virkilega fallegir.

Þið getið horft á showið inn á TIDAL.COM

x

sigridurr

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga