fbpx

LEIGÐU FLÍKUR HJÁ GANNI: RENT – RETHINK – REDUCE

Í fyrrdag kynnti danska tískuhúsið GANNI nýja þjónustu sem nefnist GANNI REPEAT. Nýjungin snýst um að hægt verður að leigja GANNI vörur í stað þess að kaupa þær. Með þessu vill Ganni leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir það gríðarlega magn af klæðnaði sem endar í landfyllingu, þau auka líftíma varanna & hvetja fólk til að breyta sínu kaup- & neyslumynstri. GANNI setur sínar vörur inní ákveðna hringrás með þessu móti.

GANNI REPEAT býður uppá lán eða leigu á vörum í 1-3 vikur. Því fleiri vikur því hærra gjald en lánsgjaldið er þó langt frá raunverulega verðinu á flíkinni. Vörunni er síðan skilað án sendingarkostnaðar & GANNI sér um að þvo flíkina – þá bæta þeir upp allt kolefnisspor vegna sendinga.

Þetta er ótrúlega flott & sniðug leið að mínu mati. Við endurskoðum það hvernig við bætum nýjum vörum í fataskápinn & verðum leiðinni umhverfisvænni. Hugsaðu þér t.d. einhvern viðburð, veislu, útskrift eða brúðkaup – þú getur leigt þér fallegan GANNI kjól í eina viku & skilað honum síðan aftur. Með því að nota þessa leið þá færumst við nær sjálfbærni & virðast fleiri & fleiri tískuhús vera að innleiða þessa þjónustu fyrir kúnna.

Ég hef lengi ekki langað að skrifa um sjálfbærni eða umhverfisvænan lífstíl því fólk verður oft fljótt dómhart & neikvætt. Pössum okkur á að dæma ekki of hart & höldum áfram að fræða & taka skref að umhverfisvænni lífstíl.

Mig langaði að deila með ykkur þessari flottu herferð frá GANNI en ég læt fylgja með dæmi hér að neðan hvernig þetta virkar. Ef þú vilt skoða úrvalið á fötunum sem eru til leigu klikkaðu hér.

GANNI Seersucker Check Dress,
Retail verð:
25.700 isk
1 vika:
4.590 isk
2 vikur:
6.875 isk
3 vikur:
9.180 isk

GANNI Printed Cotton Poplin Mini Dress,
Retail verð: 31.300 isk
1 vika: 5.511 isk
2 vikur: 8.200 isk
3 vikur: 11.000 isk

Á ÓSKALISTANUM SANDALAR FRÁ BOTTEGA VENETA:

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Kristín Edda

    24. September 2019

    Frábært framtak -áfram Ganni. Mér finnst sorglegt að heyra að þú viljir ekki skrifa um tísku og umhverfismál vegna gagnrýnisradda. Ábyrgð áhrifavalda er mikil og einmitt hægt að nýta þessi áhrif til góðs. Ég skora á þig að fjalla um þessi mál og þannig hafa áhrif til góðs í umhverfismálum. Akkúrat mjög hot topic akkúrat núna. ;).

    • sigridurr

      24. September 2019

      Sæl Kristín, sammála svo flott framtak hjá GANNI.

      Þessi færsla er góð byrjun finnst mér – mér finnst akkúrat svo mikilvægt að dæma ekki of hart og halda áfram frekar að fræða heldur en að dæma.

      Ég tek þessari áskorun og er spennt að deila fleiri færslum um tísku – og umhverfismál og vona að fólk taki vel í það einnig jafnvel þó að ég sé ekki sjálf fullkomin þegar það kemur að umhverfismálum.

      Takk fyrir að fylgjast með.

      xoxo
      -S.

      • Kristín Edda

        24. September 2019

        Hlakka til að fylgjast með ;) það er nákvæmlega enginn fullkomin í umhverfismálum – þó flestir séu að reyna vanda sig ;)
        Gangi þér vel

        • sigridurr

          25. September 2019

          takk!
          xxxxxxxxxx