fbpx

BLEIKA SLAUFAN EFTIR HLÍN REYKDAL

Í síðustu viku tók ég þátt í mjög skemmtilegu verkefni fyrir Bleiku slaufuna & er mjög stolt af því að hafa tekið þátt í þessu fallega verkefni með yndislegu konum sem standa á bak við þetta flotta framtak! 

Fyrir þá sem ekki vita, þá er Bleika slaufan árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í ár hannaði Hlín Reykdal, skartgripahönnuður slaufuna & hún er ekkert smá falleg slaufan!

Ég er nokkuð viss um að þetta málefni snertir flesta. Krabbamein er víða og í flestum fjölskyldum. Í minni fjölskyldu greindust amma mín & afi bæði með krabbamein. Ég hvet alla til að kaupa Bleiku slaufina í ár & um leið leggja sitt að mörkum í að styrkja þetta þarfa málefni sem snertir okkur öll! 

Hönnuður Bleiku slaufunnar 2021: Hlín Reykdal⁠
Ljósmyndari: Dóra Dúna
Listrænn stjórnandi: Ellen Lofts ⁠
Förðun: MAC

Til vinstri er Sparislaufan & til hægri Bleika slaufan árið 2021  / myndir eftir: Íris Stefánsdóttir Inga Eiriksdóttir –Sóley Kristjáns⁠ –Klara –
Íris Tanja⁠ –Edda Jóns ⁠-Anika Baldursdóttir – Pattra –
Erna Bergmann –
Chanel Björk –
Takk fyrir að lesa! xx

HAUSTLISTINN

Skrifa Innlegg