Ég og Palli fórum í smá Reykjarvíkurferð tvö saman um daginn og vorum að erindast allskonar, fundur, jólagjafastúss og smá búðarráp..sem er alls ekki í uppáhaldi hjá mínum manni!
Í lok ferðarinnar þegar við vorum á leiðinni heim ákvað Palli að stoppa í Álafosskvos í Mosfellsbæ. Sá staður er pínu staðurinn okkar, því þegar við vorum nýbyrjuð að deita bauð Palli mér út að borða í Reykjavík og á heimleiðinni sagðist hann vilja bjóða mér á ótrúlega flottan stað í göngutúr (rjóminn hann Páll). Ég var nú ekki alveg viss í fyrstu íklædd hælaskóm og léttum jakka en þegar á staðinn var komið þá lét ég undan og sá sko ekki eftir því.
Ég vissi ekki af þessum stað fyrr en þetta kvöld og við höfum núna 15 árum seinna stoppað óteljandi oft þarna og það er alltaf jafn gott að koma þarna.
Það var einstaklega fallegt í Álafosskvos þennan tiltekna dag, himininn skartaði sínu fegursta og frostið beit kinn. Við röltum saman um svæðið, ég tók slatta af myndum og minn persónulegi ljósmyndari smellti af nokkrum myndum af undirritaðri.
jakki – Búkolla nytjamarkaður / peysa – Vila / gallabuxur – Zara / sokkabuxur – Oroblu /
skór – Asos / húfa – Tiger
Ég mæli með því að þið kíkið við á Instagram hjá mér, þar er ég með aðventuleik í samstarfi við Gjafavöruverslunina @home – þið finnið mig undir hrefnadan … einn, tveir og taka þátt!
HDan
Skrifa Innlegg