Ég tók smá tiltekt og breytingaræði á efri hæðinni í síðustu viku, á efri hæðinni eru sem sagt svefnherbergin okkar allra og baðherbergi en ég lét baðherbergið eiga sig að þessu sinni.
Ég sýndi frá breytingunum á Snapchat (hrefnadan).. ég er reyndar frekar óvirk inni á snappinu en tek svona rispur þar sem ég fer yfir eitt og annað hérna heima, sýni breytingar og sniðugar lausnir og hugmyndir. Snapchat nota ég aðallega tengt heimilinu okkar.. Insta stories (@hrefnadan) nota ég miklu meira og þar er ég að sýna allskonar!
En já ég var loksins að klára svefnherbergin okkar eða kannski ekki alveg klára..vegghillurnar eru ekki komnar upp og það má jú alltaf breyta aðeins og bæta..
Rúmfötin frá IHANNA HOME sem þær sendu okkur í innflutningsgjöf fara í þvottavélina og aftur á.. elska þau!
Þessi gluggi, þarna eru reyndar komnar léttar hvítar gardínur eins og eru inni hjá Viktoríu
Himnasæng frá IKEA kemur mega vel út í kósýhorninu hjá Söru
Táningaherbergið er frekar rómantískt og kósý
Svartur og hvítur í aðalhlutverki í öllum herbergjum með dass af plöntum og lituðum smáatriðum…
HDan
Skrifa Innlegg