fbpx

HOME INSPO VOL II

HEIMILIHÖNNUNHUGMYNDIRINNBLÁSTURPINTEREST

Ég ákvað að skella hið snarasta í annan póst með skemmtilegum hugmyndum og innblæstri fyrir heimilið. Hausinn á mér er nefnilega uppfullur þessa dagana af allskonar pælingum tengdum heimilinu og mér líður stundum eins og hann sé að springa.. einhver að tengja?

 

1

Frænka mín og tengdamamma eru komnar á fullt að hjálpa mér að verða mér út um efni og hugmyndir að því hvernig best er að útbúa svona gróft teppi.. ég verð að eignast!

2

Það er allt fullkomið við þessa mynd – myndaveggurinn, bleiki sófinn, hundurinn, lampinn og bækurnar á sófaborðinu

4

Omar hillueining frá Ikea er snilld.. hægt að hafa hana í öllum rýmum, ég fékk mér eina slíka sem ég hugsaði inn í eldhús undir skálar, könnur, ristavélina, brauðbrettin og fleira.

5

Hálfmálaður veggur heillar enn.. ég er að spá í að hálfmála vegginn við rúmið inni hjá Viktoríu

6

Sniðugt að mála svona kassa yfir skrifborð barnanna, súmar vel inn vinnuaðstöðuna – ég sé þetta fyrir mér í herberginu hennar Tinnu

7

Mig dreymir bleikan sófa á nóttinni.. Palli fær þó martraðir um bleikan sófa

8

Bréfpokar undir plönturnar er mega fínt og sniðugt – ég hef stundum notað bréfpokana sem ég fæ í Søstrene Grene undir mínar plöntur. Þeir henta mjög vel og það er jú alltaf jákvætt að endurnýta hlutina.

9

Dökkt baðherbergi heillar..

13

Grái liturinn heillar og plöntur líka

10

GET naked.. mig langar í þetta poster á baðherbergisvegginn

12

Aldrei of mikið af plöntum

Eru fleiri með breytingaræði tengt heimilinu þessa dagana?

En að allt öðru – ég mæli með því að þið kíkið við á Instagram hjá mér @hrefnadan, þar sem ég er með gjafaleik í samstarfi við Froosh Iceland. Fjórir heppnir þátttakendur geta unnið tvo kassa (12 flöskur í kassa) af Froosh Smoothie drykkjum sem eru 100 % ávextir án allra aukaefna. Hvað er betra eftir jólasukkið?!

HDan

HOME WISHLIST

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Kolbrún Ýr

    16. January 2017

    Erum með dökkt baðherbergi, þeas dökka veggi ? Tók tíma að venjast en er mjög ánægð með það.

    • Hrefna Dan

      18. January 2017

      Já það er einmitt að sem ég hugsaði, þetta gæti tekið tíma en að lokum verður maður mega sáttur!