Ég ákvað að skella hið snarasta í annan póst með skemmtilegum hugmyndum og innblæstri fyrir heimilið. Hausinn á mér er nefnilega uppfullur þessa dagana af allskonar pælingum tengdum heimilinu og mér líður stundum eins og hann sé að springa.. einhver að tengja?
Frænka mín og tengdamamma eru komnar á fullt að hjálpa mér að verða mér út um efni og hugmyndir að því hvernig best er að útbúa svona gróft teppi.. ég verð að eignast!
Það er allt fullkomið við þessa mynd – myndaveggurinn, bleiki sófinn, hundurinn, lampinn og bækurnar á sófaborðinu
Omar hillueining frá Ikea er snilld.. hægt að hafa hana í öllum rýmum, ég fékk mér eina slíka sem ég hugsaði inn í eldhús undir skálar, könnur, ristavélina, brauðbrettin og fleira.
Hálfmálaður veggur heillar enn.. ég er að spá í að hálfmála vegginn við rúmið inni hjá Viktoríu
Sniðugt að mála svona kassa yfir skrifborð barnanna, súmar vel inn vinnuaðstöðuna – ég sé þetta fyrir mér í herberginu hennar Tinnu
Mig dreymir bleikan sófa á nóttinni.. Palli fær þó martraðir um bleikan sófa
Bréfpokar undir plönturnar er mega fínt og sniðugt – ég hef stundum notað bréfpokana sem ég fæ í Søstrene Grene undir mínar plöntur. Þeir henta mjög vel og það er jú alltaf jákvætt að endurnýta hlutina.
Dökkt baðherbergi heillar..
Grái liturinn heillar og plöntur líka
GET naked.. mig langar í þetta poster á baðherbergisvegginn
Aldrei of mikið af plöntum
Eru fleiri með breytingaræði tengt heimilinu þessa dagana?
En að allt öðru – ég mæli með því að þið kíkið við á Instagram hjá mér @hrefnadan, þar sem ég er með gjafaleik í samstarfi við Froosh Iceland. Fjórir heppnir þátttakendur geta unnið tvo kassa (12 flöskur í kassa) af Froosh Smoothie drykkjum sem eru 100 % ávextir án allra aukaefna. Hvað er betra eftir jólasukkið?!
HDan
Skrifa Innlegg