Kaffibolli og dýrindis þreföld lakkríssprengja (bóndadagskaka Kára bróðir), tvöföld afmælisveisla, fótbolti, partý, þorrablót, bröns, göngutúr, kaffiboð, samvera og almenn kósýheit – jú þetta er ágætis útdráttur á helginni minni!

Kári bróðir er einstaklega vel giftur maður og Maríanna konan hans er sannkallaður kökusnillingur – hér að ofan höfum við bóndadagskökuna hans Kára, þreföld lakkríssprengja. Kakan var ekki bara falleg, því hún bragðaðist líka mega vel

Uppáhalds buxur

peysa – H&M / skyrta – Zara / buxur – Asos / skór – Kaupfélagið

“Bolurinn” (sem ég fékk ansi margar fyrirspurnir um) er kjóll sem ég fann á útsöluslá í versluninni Ozone hérna á Akranesi. Ég tók mér skæri í hönd, klippti kjólinn og bjó mér til bol.

Hjónin tilbúin á þorrablót Skagamanna

Þessi er í uppáhaldi, yndið hún Dúna

Sunnudagsbrönsinn var á sínum stað.. bakarísmöns að þessu sinni

Spenntust þessi tvö

Fyrsta uppstillingin af mörgum fyrir fram þetta hús!

#fyrirbirnu
Ágætis helgi sem leið alltof hratt, eins og flestar helgar!
Þið finnið mig á Instagram @hrefnadan
HDan
Skrifa Innlegg