fbpx

MY NEW HOME – PART II

HEIMAHEIMILIHUGMYNDIRPERSÓNULEGT

Ég vil bara byrja á að þakka ykkur sem fylgdust með mér á Instagram stories hjá @trendnetis í gær samfylgdina, ég fékk mjög góðar viðtökur og hafði mikið gaman af.

Jú ég var sem sagt með take over á Instagram stories og leyfði fólki að skyggnast á bakvið tjöldin í nýja húsinu, sýndi fallegu smáatriðin sem leynast víða, sagði aðeins frá framkvæmdunum og fór hústúr þar sem ég sýndi frá hverju rými. Einnig kíkti ég við á mínum uppáhalds antíkmarkað sem er jú bara staðsettur rétt hjá nýja húsinu, nánar tiltekið á Heiðarbraut 33.

En aftur að húsinu okkar, því þar hefur jú mikið gerst síðustu daga. Páll er búin að standa sig svo ótrúlega vel, hann er algjörlega vakin og sofin yfir þessu verkefni okkar og ykkur að segja þá er hann hetjan mín. Hann vinnur fullan vinnudag, fer beint á fótboltaæfingar, borðar smá og beint upp í hús og þar er hann fram til miðnættis. Árangur þessarar miklu vinnu er líka svo að skila sér og eins og staðan er í dag á Heiðarbrautinni þá stefnum við á að flytja inn á fimmtudaginn. Ég spring úr spennu!!

Ég ætla að að koma með fyrir og eftir póst af húsinu þegar við erum flutt inn og búin að koma okkur fyrir, en núna ætla ég að láta nægja að sýna ykkur nokkrar myndir…

img_6976

img_6979

Við máluðum handriðið svart og það kemur mega vel út – gerir ótrúlega mikið fyrir rýmið

img_6790

Þarna leynast svalir drauma minna – mig hefur dreymt það í mörg ár að hafa svalir út af svefnherberginu og sá draumur rætist á Heiðarbrautinni

img_6985

Veggirnir í stofunni og borðstofunni voru allir málið gráir, okkur langaði að draga fram fallegu smátriðin í rýminu og það tókst – liturinn heitir Nóvember og er frá Slippfélaginu, við fengum okkur í Bresabúð á Akranesi þar sem við versluðum alla okkar málningu

img_7036

Rósettur gera gæfumuninn finnst mér

img_6868

img_6843

Ég er aðeins byrjuð að skreyta heimilið, bara smá!

 

img_7065

Við tókum þá ákvörðun að mála dúkinn upp á baði svartan og útkoman er þessi, það á reyndar eftir að mála hvíta listann þegar þessi mynd er tekin – ég fór yfir þetta ferli og sagði frá efnunum sem við notuðum á snapchat í gær

img_7054

Gömul eldhúsinnrétting fær nýtt líf – við ákváðum að fá okkur svarta innréttingu og fyrsta hugsun var að filma allar hurðar í bak og fyrir en svo fengum við brilljant hugmynd. Við ákváðum að mála bakhliðar og kanta með svartri akrýl málningu (sömu málningu og við notuðum á handriðið) og þá kemur bara filma á framhliðina. Töluvert auðveldara og kemur ótrúlega vel út.

 

Eins og ég sagði ykkur áður þá er ég með opið snapchat (hrefnadan) þar sem ég leyfi fólki að fylgjast með framkvæmdunum og á Instagram @hrefnadan set ég mjög reglulega inn myndir frá húsinu.

En næst þegar ég blogga verður það vonandi í vinnuaðstöðunni minni í nýja húsinu x

 

HDan

MY NEW HOME - DETAILS

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Kolbrún Ýr

    6. March 2017

    Þetta er geggjað! Svo margt flott í þessu húsi. Gaman að fá að fylgjast með ferlinu. Hlakka til að sjá húsið :)

    • Hrefna Dan

      7. March 2017

      Takk elsku besta xx

      Mikið hlakka ég til að fá þig í kaffi og spjall á Heiðarbrautina, alltaf velkomin!

  2. Halla

    13. March 2017

    Strákurinn tekur sig vel út á verkstæðinu..

    • Hrefna Dan

      20. March 2017

      Ójá!!