Við fjölskyldan erum með eina ótrúlega skemmtilega hefð á uppáhalds vikudeginum okkar sunnudegi – bröns. Við hjálpumst öll að við að útbúa brönsinn og skiptum með okkur verkefnum. Þetta er ótrúlega gaman og ég mæli svo eindregið með því að allir fái að taka þátt í ferlinu, bara það að fá að skera niður ávextina gerir þetta allt miklu skemmtilegra upplifun fyrir börnin. Það sem mér finnst skemmilegast við þetta er samveran, þarna erum við saman fjölskyldan og spjöllum um allskonar og ekkert og höfum gaman saman. Það er svo ótrúlega dýrmætt í amstri dagsins að eiga gæðastundir með fólkinu sínu!
Ég er mjög dugleg að deila brönsgleðinni með fylgjendum mínum á Instagram (@hrefnadan) og margir hverjir hafa boðað komu sína einhvern sunnudaginn… auðvitað allir velkomnir og þá er alls ekki verra ef viðkomandi grípur með sér eitthvað gott meðlæti á matarborðið!!
Nokkrar myndir frá okkar sunnudags bröns..
Mæli með bröns!
HDan
Skrifa Innlegg