fbpx

BRÖNS

BRÖNSINSTAGRAMPERSÓNULEGT

Við fjölskyldan erum með eina ótrúlega skemmtilega hefð á uppáhalds vikudeginum okkar sunnudegi – bröns. Við hjálpumst öll að við að útbúa brönsinn og skiptum með okkur verkefnum. Þetta er ótrúlega gaman og ég mæli svo eindregið með því að allir fái að taka þátt í ferlinu, bara það að fá að skera niður ávextina gerir þetta allt miklu skemmtilegra upplifun fyrir börnin. Það sem mér finnst skemmilegast við þetta er samveran, þarna erum við saman fjölskyldan og spjöllum um allskonar og ekkert og höfum gaman saman. Það er svo ótrúlega dýrmætt í amstri dagsins að eiga gæðastundir með fólkinu sínu!

Ég er mjög dugleg að deila brönsgleðinni með fylgjendum mínum á Instagram (@hrefnadan) og margir hverjir hafa boðað komu sína einhvern sunnudaginn… auðvitað allir velkomnir og þá er alls ekki verra ef viðkomandi grípur með sér eitthvað gott meðlæti á matarborðið!!

Nokkrar myndir frá okkar sunnudags bröns..

Mæli með bröns!

 

HDan

 

GULUR + GRÁR = FULLKOMIÐ KOMBÓ

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Soffía

    18. April 2017

    Hvar keyptir þú þetta borð ? :)

    • Hrefna Dan

      19. April 2017

      Borðplötuna keyptum við í IKEA og borðfóturinn var keyptur í Pennanum.

  2. Sigrún

    20. April 2017

    Hæhæ

    svakalega flott allt hjá þér ! Hvar fékkstu svörtu hilluna með glerhillunum sem er í borðstofunni ?

  3. Kristjana

    27. April 2017

    Guðdómlega fallegt heimilið þitt – innilega til hamingju með það og alla fegurðina í kringum þig :-) Mig langar svo ótrúlega að forvitnast með svörtu ljósin sem þú ert með í eldhúsi og í stofu, yfir bröns borðinu?

    • Hrefna Dan

      1. May 2017

      Þakka þér kærlega og afsakaðu innilega sein svör xx

      Ljósin eru frá Søstrene Grene!