fbpx

ANTÍKMARKAÐSKAUP

ANTÍKMARKAÐURHEIMAINSTAGRAM

Hérna á Akranesi er antíkmarkaður sem ég heimsæki mjög reglulega og hef leyft þeim sem fylgja mér á Instagram (@hrefnadan) og Snapchat að fá smá innsýn inn í. Á markaðnum hef ég fundið allskonar fallega muni sem skreyta nú heimilið okkar.

Ég hef meðal annars keypt ljós, mæðradagsplatta, marmara kertastjaka, tekkbakka, stól, bolla úr Mávastellinu og í gær keypti ég mér ó svo fallega könnu frá Royal Copenhagen.

Ég mæli eindregið með því að kíkja við á markaðnum, hann er staðsettur á Heiðarbraut 33 og er opin laugardaga og sunnudaga frá kl 13-17. Þið verðið sko ekki svikin af ferð þangað!

img_5416

Ég passaði könnuna eins og gull þegar ég bar hana út í bíl, enda ekki hlaupið að því að fá annan svona grip ef þessi brotnar og kannski líka af því ég er heimsins mesta brussa…..

img_5421

Mávastells bollarnir og Royal Copenhagen kannan – antík í bland við nýtt á hillunni í eldhúsinu, mánaðarbollarnir eru frá ömmu Lóu

photo-08-10-2016-13-00-01-1

Fullt af fallegu góssi og eitt hornið er tileinkað bolla- og matarstellum

2

Stóllinn sem ég fann á markaðnum

Ég er ótrúlega hrifin af nýju í bland við gamalt og því leiðist mér lítið að versla á mörkuðum, það má líka finna svo miklar gersemar þarna inn á milli. Þið megið endilega tipsa mig með skemmtilegum mörkuðum sem þið heimsækið, bæði antík- og nytjamarkaðir.

Sjón er sögu ríkari!

HDan

HELGIN

Skrifa Innlegg