fbpx

LIFE UPDATE:

LífiðPersónulegtTíska

Bolur: Brandy Melville
Buxur: Levis 501
Taska: Gucci

Finnst svo langt síðan ég deildi með ykkur hvað ég er að gera þessa dagana þannig ég ákvað að skella í stutta “update” færslu. Í sumar verð ég á fullu að vinna sem flugfreyja, vinna í allskonar markaðsmálum og njóta lífsins. Ég trúi varla hvað það er búið að vera bjart og gott veður á höfuðborgarsvæðinu. Ég er þessi týpíski Íslendingur sem á erfitt með að vera inni þegar það er sól, maður vill helst labba Esjuna, fara í sjósund, fá sér drykki niðrí bæ og fá sér ís allt á sama degi. Ég bjó mér til bucket list fyrir sumarið sem ég deildi á Instagraminu mínu (IG: hildursifhauks) og ætla að reyna að gera sem mest af honum. En áður en maður veit af er maí mánuðurinn liðinn og júní kominn. Sumarið líður of hratt! En í næstu viku langar mig að komast eitthvað út á land og vonandi verður veðrið jafn gott og það er búið að vera! Síðan er markmiðið fyrir næstu vikur að byrja hlaupa meira. Ætla að hlaupa hálfmaraþon í lok sumars. Spurning um að deila með ykkur mínum undirbúning fyrir maraþonið hér inná Trendnet.
En annars takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

APPLE CRUMBLE

Skrifa Innlegg