fbpx

APPLE CRUMBLE

HeilsaSamstarfUppskriftir
Færslan er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Apple Crumble… ég bara finn ekki íslenskt orð sem passar betur við þessa snilld. Þessi “epla baka” er sykurlaus, vegan, hveitilaus og einföld. Algjör snilld sem eftirréttur á þessum fallega sumardegi eða með kaffibollanum. Þessi uppskrift kom mér skemmtilega á óvart og held ég muni gera hana aftur á morgun þar sem hún sló rækilega í gegn hjá mínu fólki.

Innihald:

6 epli
5 dl hafrar
2 dl möndluhveiti
2 dl stevía sykur frá Good Good
2 tsk kanill
1 tsk salt
1 dl vegan smjör

Aðferð:

1. Best er að skera eplin í litla bita og setja í form.

2. Síðan skal blanda öllum þurrefnunum vel saman og bæta að lokum við smjörinu

3. Baka skal bökuna í 35-45 mín á 180 gráðum eða þangað til eplin eru orðin mjúk

4. Þeytti að lokum vegan rjóma til að hafa með – ekki flóknara en það!

Takk fyrir að lesa og eigið góðan dag í sólinni!

Hildur Sif Hauks | IG: hildursifhauks

FÖSTUDAGSLISTI

Skrifa Innlegg