Hér kemur mitt fyrsta uppskriftarmyndband sem ég tók þátt í að gera í samstarfi við Gerum daginn girnilegan. Ljúffengar litlar tortillaskálar fylltar með tígrisrækjum, avókadó salsa, rjómaosti, cheddarosti og toppaðar með kóríander. Þetta er svo gott og einfalt í bígerð. Tilvalið sem forréttur eða bara einfaldlega sem aðalréttur. Mæli mikið með!
Uppskrift að 12 litlum tortillaskálum
300 g hráar tígrisrækjur frá Sælkerafiski (1 pakkning)
1-2 hvítlauksrif
1 smátt skorið chili
½ tsk cumin
1 tsk salt
¼ tsk pipar
1-2 msk ólífuolía frá Filippo berio
3 tortillur með grillrönd frá Mission
PAM sprey
Philadelphia rjómaostur
Rifinn cheddar ostur
2 avókadó
2 tómatar
¼ rauðlaukur
Safi úr 1/2 lime
Toppað með ferskum kóríander
Aðferð
- Smátt skerið chili og pressið hvítlauk. Blandið saman við rækjurnar ásamt ólífuolíu, cumin, salti og pipar.
- Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn. Tekur 2-3 mínútur.
- Skerið tortillurnar í fjóra helminga. Spreyið muffinsform með Pam og setjið tortillurnar í formin. Ég nota muffinsform með tólf hólfum.
- Dreifið rjómaosti í botninn og rifnum cheddar osti og bakið í 4-6 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.
- Smátt skerið avókadó, tómata og rauðlauk. Blandið saman við safa úr lime.
- Fyllið skálarnar með avókadó salsa, tígrisrækjum og kóríander.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg