Hér kemur uppskriftamyndband að mjög svo góðu og fljótlegu vegan nachos sem ég gerði í samstarfi við Gerum daginn girnilegan. Nachos rétturinn inniheldur m.a. smjörbaunir, salsasósu, avókadó, tómata og kóríander. Punkturinn yfir i-ið er Oatly hafrarjómaostur sem geriri réttinn afar ljúffengan. Mæli með að þið prófið.
Nachos frá Mission eftir smekk
1 dós smjörbaunir frá Rapunzel
2 hvítlauksrif
½ Laukur
Cumin
Chiliflögur
Salt og pipar
Salsasósa frá Mission
1 avókadó
Safi úr ½ lime
2 Tómatar
Oatly hreinn hafrarjómaostur
Ferskur kóríander eftir smekk
Aðferð
- Skerið lauk smátt niður og steikið hann á pönnu upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauk og smjörbaunum saman við. Kryddið með cumin, chiliflögum, salti og pipar.
- Blandið salsasósunni saman við.
- Dreifið nachos flögum í botninn á eldföstu móti og setjið smjörbaunablönduna yfir.
- Hitið rjómaostinn í potti þar til hann þynnist aðeins og hellið yfir blönduna (það er auðveldara að dreifa ostinum yfir þegar hann er heitur).
- Hitið ofninn í 190°c á blæstri. Bakið í ofni í 10-15 mínútur.
- Skerið avókadó og tómata smátt. Blandið saman og kreystið lime safa yfir. Kryddið með salti og pipar.
- Dreifið avókadóblöndunni yfir nachosréttinn ásamt smátt skornu kóríander og njótið.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg