fbpx

RISOTTO MEÐ TÓMÖTUM & BURRATA OSTI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Sumarlegt, létt og ljúffengt risotto með ferskum tómötum, kastaníusveppum, basilku og burrata osti. Óvá hvað þetta er góð samsetning. Ég elda grjónin með tómötunum og sveppunum sem gerir réttinn extra ljúffengan. Þið verðið hreinlega að prófa ;) Svo klikkar ekki að bera réttinn fram með ísköldu rósavíni og nýbökuðu hvítlauksbrauði.

Fyrir 3-4
2 msk smjör
3-4 skarlottulaukar
3 hvítlauksrif
250 g kastaníusveppir
200-300 g litlir tómatar (kokteiltómatar eða marzanatómatar)
4 dl arborio hrísgrjón
1 dl rósavín (má nota hvítvín)
10-12 dl grænmetissoð (vatn og grænmetis- eða kjúklingakraftur)
2 dl parmesan ostur (og meira til að bera fram með)
Salt og pipar
Fersk basilika
Fersk steinselja
2 burrata ostar

Aðferð

  1. Byrjið að hita vatn og grænmetis eða kjúklingakraft í stórum potti.
  2. Smátt skerið lauk, sveppi og tómata.
  3. Bræðið smjör á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur.
  4. Bætið hvítlauk ðmog sveppum saman við.
  5. Því næst bætið tómötunum útí og steikið í nokkrar mínútur.
  6. Hellið risotto grjónum útí og hrærið vel saman. 
  7. Þegar grjónin eru orðin smá glær á endunum hellið þá rósavíni út í og hrærið saman við.
  8. Hellið því næst 1-2 dl af grænmetissoði út í og hrærið. Þegar grjónin eru búin að drekka í sig soðið þá hellið þið aftur 1-2 dl af soði út í og hrærið. Gerið þetta koll af kolli þangað til að soðið er búið og grjónin tilbúin. Þau eiga að vera mjúk og rjómakennd. Ég mæli með því að smakka og ef þau eru ennþá seig bætið þá meira vatni við. Saltið og piprið eftir smekk.
  9. Bætið parmesan osti, smátt saxaðri basiliku og steinselju útí í lokin og hrærið saman.
  10. Toppið með burrata osti og ferskri basiliku. Gott að bera fram með ísköldu rósavíni og hvítlauksbrauði.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LJÚFFENGIR BBQ KJÚKLINGASTRIMLAR

Skrifa Innlegg