fbpx

GRÆNMETIS TOSTADAS

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þessar tostadas eru stökkar og dásamlega bragðgóðar ásamt því að vera mjög fljótlegar í bígerð. Ég las það að tostadas þýðir „ristað“ á spænsku, en rétturinn er mexíkóskur og inniheldur ristaða eða djúpsteikta tortillu. Í þessari uppskrift þá ofnbaka ég bæði tortillurnar og grænmetið, en það er afar fljótleg og mjög þægileg aðferð. Ég er dugleg að prófa mig áfram í grænmetisréttum og þessi er alveg sérlega góður.

Uppskrift fyrir tvo. Tvö til þrjú tostadas á mann
6 litlar tortillur, soft taco (ég nota frá Santa maria sem fæst í Hagkaup)
Ólífuolía eða önnur góð olía
400-450 g blómkál og brokkólí
Chili explosion
Cumin
Salt og pipar
1 dl Panko brauðraspur
1 dl fetakubbur, stappaður
Rjómaostur
Guacamole
2 avókadó
2 msk sýrður rjómi
Safi úr 1/2 lime
2 msk kóríander
Salt og pipar
Chili flögur
1 msk blaðlaukur, smátt skorinn
1 tómatur, fræhreinsaður og smátt skorinn
Toppa með stöppuðum fetakubbi og smátt söxuðum kóríander
Aðferð
  1. Skerið blómkál og brokkólí smátt og setjið í eldast form.
  2. Dreifið slatta af olíu yfir og hrærið saman við. Kryddið eftir smekk.
  3. Hrærið panko raspinum og fetaostinum saman og dreifið yfir blómkálið og brokkólíið.
  4. Bakið í 15-20 mín við 200°C.
  5. Penslið tortillurnar báðum meginn með olíu og dreifið á bökunarplötu þakta pökunarpappír.
  6. Bakið í 4-5 mín við 200°C og snúið þeim við. Bakið þær í aðrar 4-5 mín eða þar til þær verða stökkar.
  7. Smyrjið rjómaosti á tilbúnu kökurnar. Dreifið blómkáls-og brokkólíblöndunni yfir og toppið með guacamole,  smá fetaosti og kóríander.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

KJÚKLINGABORGARI MEÐ BRIE OG RAUÐKÁLSHRÁSALATI

Skrifa Innlegg