fbpx

KJÚKLINGABORGARI MEÐ BRIE OG RAUÐKÁLSHRÁSALATI

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þessi kjúklingaborgari er svo sannarlega ljúffengur að þið verðið alls ekki svikin af honum! Þetta er klárlega uppáhalds borgarinn minn! Ég bauð mömmu og pabba í þessa borgara og þau áttu ekki orð yfir hvað þeim fannst hann góður. Ég mæli svo mikið að þið prófið. Panko raspið og brie osturinn passa svo vel saman. Rauðkálshrásalatið setur svo punktinn yfir i-ið! Þetta rauðkálshrásalat er oft gert á mínu heimili, hvort sem það er með borgara eða á taco.

 
Uppskrift fyrir tvo
1-2 kjúklingabringur
Panko brauðraspur (fæst t.d. í Krónunni, Hagkaup og Nettó)
1 egg
Salt og pipar
Krydd eftir smekk
Smjör
2 brioche hamborgarabrauð
Brie ostur
Tómatur
Avocado
Rauðkálshrásalat
5 dl ferskt rauðkál
3 msk Hellmanns majónes
1½ msk jalapeno úr krukku
Aðferð
  1. Pískið egg í skál og dreifið raspi á stóran disk.
  2. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar og kryddið þær.
  3. Veltið þeim upp úr egginu og síðan raspinum.
  4. Skerið smjör í litla teninga og dreifið í botninn á eldföstu móti. Leggið kjúklinginn ofan á smjörið og dreifið svo fleiri smjörteninga ofan á hann.
  5. Bakið í u.þ.b. 30 mínútur við 190°C eða þar til kjúklingurinn er næstum fulleldaður.
  6. Skerið brie í sneiðar og dreifið þeim ofan á bringurnar. Setjið bringurnar aftur inn í ofn og bakið í 5-8 mínútur, þar til osturinn er bráðnaður.
  7. Hitið hamborgarabrauðin í ofni og dreifið hrásalatinu á botninn. Setjið kjúkling, tómata, avocado og lokið borgaranum.
    Rauðkálshrásalat
  8. Blandið saman majónesi, jalapeno og salti með töfrasprota eða matvinnsluvél. Skerið rauðkálið í ræmur og blandið saman við jalapenomajónesið með skeið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

MJÚKIR KANILSNÚÐAR MEÐ KARAMELLUGLASSÚR

Skrifa Innlegg