fbpx

BLÓMKÁLS TACO MEÐ BBQ SÓSU & HRÁSALATI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Fljótleg, einföld og ljúffeng uppskrift að grænmetis taco sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Taco með ofnbökuðu blómkáli í bbq sósu, spæsí hrásalati og avókadó. Hrásalatið inniheldur hvítkál, jalapeno og Heinz majónes og það á mjög vel við bbq sósuna og avókadóið. Skotheld og djúsí blanda! Mæli með að stilla af magnið af jalapeno eftir því hvað þið viljið hafa þetta sterkt. Það er líka mjög gott að setja kjúkling í staðinn fyrir blómkálið ef að þið eruð í stuði fyrir það. Mér finnst mjög gott að hvíla mig á kjöti af og til og taka kjötlausa daga og þá er þessi uppskrift alveg málið. 

Uppskrift fyrir 3-4
Street tacos tortillur frá Mission (Mæli með þremur taco á mann)
Ólífuolía
400-500 g blómkál
1½ dl Heinz Sweet Barbeque sósa
½ tsk laukduft
½ tsk hvítlauksduft
½ tsk saltflögur
¼ tsk pipar

Hrásalat
300-400 g hvítkál
6 msk Heinz majónes
2-3 msk jalapeno

Avókadóstappa
2-3 avókadó
½ lime
Salt & pipar

Ferskur kóríander eftir smekk, smátt skorinn

Aðferð

  1. Byrjið á því að skera blómkálið smátt. Skolið það og þurrkið vel.
  2. Blandið bbq sósunni vel saman við og kryddið.
  3. Dreifið í eldfast mót og bakið í kringum 15 mínútur við 190°C.
  4. Blandið saman majónesi og jalapeno með töfrasprota. Einnig gott að smátt saxa jalapeno og blanda því saman við majónesið með skeið.
  5. Skerið hvítkálið smátt og hrærið saman við jalapeno majó.
  6. Stappið avókadó og blandið saman við safa úr lime, salt og pipar.
  7. Steikið tortillurnar uppúr ólífuolíu þar til þær verða gylltar og smá stökkar.
  8. Dreifið hrásalatinu á tortillurnar, því næst blómkálinu og að lokum avókadóinu. Stráið kóríander yfir. Njótið!

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

KONUDAGSKOKTEILLINN: COINTREAU MIMOSA

Skrifa Innlegg