fbpx

KONUDAGSKOKTEILLINN: COINTREAU MIMOSA

DRYKKIRUPPSKRIFTIR
Konudagshelgin er framundan og því  finnst mér tilvalið að deila með ykkur uppskrift að dásamlegri Mimosu með prosecco, appelsínusafa og Cointreau. Einfalt og gott. Frábært að bjóða uppá með konudagsbrönsinum á sunnudaginn. Við konurnar eigum svo sannarlega skilið að njóta með mimosa og ljúffengum bröns!

1 kokteill
75 ml appelsínusafi
75 ml Lamberti Prosecco
1 cl Cointreu
Appelsínusneið til að skreyta

Aðferð
  1. Hellið appelsínusafa í fallegt glas.

  2. Því næst hellið Prosecco og Cointreau.

  3. Skreytið með appelsínusneið og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FLJÓTLEG KÍNÓASKÁL

Skrifa Innlegg