*Færslan er í samstarfi við Real Techniques/Brand Ambassador
Halló!
Það voru að koma gullfallegar nýjungar frá Real Techniques en fyrir ykkur sem þið vitið það ekki þá er ég andlit Real Techniques á Íslandi og búin að vera í yndislegu samstarfi með þeim í eitt og hálft ár núna. Þessir burstar eru þeir bestu að mínu mati og þeir einu sem ég nota. Ég er búin að nota Real Techniques í mörg ár og voru þetta einmitt fyrstu burstanir sem ég eignaðist. Það eru margar ástæður afhverju ég elska þessa bursta og ákvað að setja nafnið mitt á þá en þeir eru vegan, cruelty free, auðveldir í notkun og á góðu verði. Það geta allir notað þessa bursta, hvort sem maður er förðunarfræðingur eða byrjandi.
Mig langaði að deila með ykkur nýjungunum sem voru að koma en ég er sjálf búin að bíða spennt í nokkra mánuði!
STICK & STORE ORGANIZER
Fallegur marmara grár hólkur sem geymir allskonar hluti og er til dæmis algjör snilld að hafa inn á baðherbergi. Ég bý í lítilli íbúð þannig þetta kemur sér mjög vel fyrir mig og ég elska litinn. Það er hægt að geyma svo margt í þessu, til dæmis bursta, förðunarvörur og annað. Síðan er þetta snilld fyrir ferðalagið.
STICK & DRY BRUSH DRYING RACK
Þessi vara er í sama stíl og hólkurinn fyrir ofan. Þetta heldur burtunum fyrir mann eftir að maður er búin að djúphreinsa burstana sína, því það er ótrúlega mikilvægt að burstarnir snúi niður eftir burstahreinsun svo þeir endist lengur en annars rennur vatnið niður í skaftið og leysir upp límið smám saman. Þessa vöru er mig búið að vanta lengi og hlakka mikið til að nota hana!
SCULPT + GLOW (Limited Edition)
Gullfallegt sett sem kemur í takmörkuðu magni, inniheldur alla þá bursta sem þú þarft til að ná fram mótuðu og ljómandi útliti. Settið inniheldur þrjá bursta, þar á meðal tvo nýja og sílikon svamp.
Strobing Fan Brush 410
Fan bursti sem er aðeins stærri og breiðari en þessi týpiski fan bursti eða vængja bursti eins og þetta er kallað á íslensku. Þetta er alveg nýr bursti frá Real Techniques. Þessi bursti er fullkominn til þess að setja ljóma púður og blanda á þá staði sem þú vilt ljóma. Ég er strax búin að prófa þennan og er hann strax orðinn í uppáhaldi. Þessi bursti er einnig æðislegur til að blanda á viðbeinin, axlirnar og bringuna sem er einstaklega fallegt í sólinni.
Liquid Highlighter Brush 411
Þéttur bursti sem er kúptur í laginu og er alveg nýr frá Real Techniques. Þessi bursti er ætlaður í fljótandi ljómavörur og er sérstaklega góður að blanda þær út. Ef maður vill fá ljómandi útlit þá er ótrúlega fallegt að nota fyrst Liquid Highlighter Brush 411 og blanda fljótandi highlighter og því næst taka Strobing Fan Brush 410 og setja púður ljóma.
Sculpting Brush
Þessi bursti hefur verið til áður frá Real Techniques. Burstinn er þéttur og skáskorinn sem gerir það að verkum að hann er einstaklega góður að blanda út krem bronzer eða krem skyggingar. Mér finnst hann líka æðislegur til að blanda út farða.
Silicon Sponge
Sílikon svampur sem gefur þéttari áferð en hin hefðbundni svampur og mér finnst hann æðislegur til að bera farða á andlitið áður en ég blanda síðan með bursta.
Sugar Crush Miracle Complexion Sponge (Limited Edition)
Miracle Complexion Sponge sem er vinsælasti förðunarsvampurinn samkvæmt Allure er komin í sumarglimmerbúning! Þetta er án efa fallegasta útgáfan sem hefur komið af svampinum góða. Þetta er nákvæmlega sami svampurinn og appelsínuguli. Ég hef áður skrifað færslu um Miracle Complexion Sponge sem ég mæli með að lesa ef þið viljið kynna ykkur hann nánar eða læra að nota hann. Þið getið séð færsluna hér.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg