fbpx

TAX FREE: BRÚÐARFÖRÐUN

SAMSTARFSNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er í samstarfi við Hagkaup

Halló!

Tax Free dagar í Hagkaup standa nú yfir og við látum það ekki fram hjá okkur fara.  Það munar um það að geta gert góð kaup á snyrtivörum og því fagna ég þessari góðu hefð hjá Hagkaup.

Ég fæ oft spurningar í sambandi við brúðarfarðanir, hvort sem það er fyrir brúðurina sjálfa eða gesti. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds vörum sem ég nota oft þegar ég er að farða og sem myndast vel.

Gott ráð fyrir brúðkaupsdaginn:

Undirbúa húðina og setja til dæmis á sig rakamaska kvöldinu áður og jafnvel um morgunin. Húðin er lykilatriði þegar kemur að brúðarförðun og því mikilvægt að undirbúa hana vel! Ég mæli samt með því að vera ekki að prófa neina nýja maska fyrir stóra daginn því maður veit aldrei hvernig húðin manns bregst við, notaðu frekar einhvern maska sem þú þekkir og hefur notað áður. Síðan er algjör snilld að eiga augnmaska til að setja undir augun fyrir brúðarförðunina en oftast er förðunarfræðingurinn með slíkt.

1. YSL Touché Éclat All-in-one Glow: Þessi farði er einstaklega fallegur á húðinni og myndast mjög vel. Hann er léttur á húðinni en það er auðveldlega hægt að byggja hann upp. Þetta er klárlega minn “go to” farði þegar kemur að brúðaförðun eða förðun sem ég vill að myndist vel.

2. Back Light Priming Filter frá Becca Cosmetics: Gullfallegur farðagrunnur (primer) sem lætur farðann haldast á lengur, gefur einnig fallegan og náttúrulegan ljóma.

3. Duo Bronze Et Lumiére frá Chanel: Ný vara frá Chanel sem gefur fallegan ljóma og gefur húðinni smá lit. Þessi gullfallega vara er til í tveimur litum.

4. Duos & Trios frá Eylure: Stök augnhár sem koma þrjú og tvö augnhár saman. Þessi augnhár þykkja og lengja en eru samt sem áður náttúruleg.

5. Nyx Professional Makeup Pigment: Það eru tveir litir sem ég held mikið uppá og eru einstaklega fallegir í brúðarförðun. Þetta eru litirnir Nude og Vegas Baby. Ég mæli með að setja Nude yfir allt augnlokið með fallegri skyggingu og síðan Vegas Baby í innri augnkrókinn.

6. SCULPT+GLOW frá Real Techniques: Nýtt burstasett frá Real Techniques sem er sérstaklega ætlað fyrir að móta andlitið og gefa því ljóma. Mér finnst það eiga einstaklega vel við sumarið og brúðkaup.

7. GOSH Blush: Gosh er með marga fallega kinnaliti í allskonar litum. Mér finnst kinnalitur oft setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að brúðarförðun og gefur ferskleika.

8. Sensai Total Lip Gloss: Ótrúlega fallegur gloss sem gefur vörunum sléttara yfirborð um leið og þær fá hraustlegri lit og fallegan glans. Þetta er fullkominn gloss til að nota yfir hvaða varalit eða varablýant sem er.. eða bara nota eitt og sér. Það er mikilvægt að biðja einhvern um að geyma varalitinn og glossið á sér á brúðkaupsdaginn, svo hægt sé að bæta á yfir daginn og kvöldið.

9. Urban Decay Smog Glide On Eyliner: Það er ótrúlega fallegt að vera með blandaðan (smudge) eyeliner og að velja brúnan lit fyrir mýkra útlit. Þessi eyeliner frá Urban Decay helst vel á allan daginn.

10. Becca Skin Love Glow Mist: Yndislegt rakaprey sem tekur í burtu púðuráferð og gefur húðinni fallegan ljóma. Það er líka mjög gott ráð að biðja einhvern um að taka spreyið með sér og spreyja smá yfir andlitið um kvöldið.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FALLEGT SKART & GJAFALEIKUR

Skrifa Innlegg