fbpx

VEGFERÐ AÐ RÚTÍNU

HEILSAHREYFINGLÍFIÐRÚTÍNA

Það eru líklega margir í sama ástandi og ég, að reyna að koma sér aftur í rútínu. Ég er mikil rútínukona og þrífst best í skipulögðu umhverfi, aftur á móti hafa seinustu mánuðir verið erfiðir og í raun nær ómögulegt að mynda einhverskonar rútínu. Ég finn mikinn mun á mér andlega ef ég er ekki í rútínu, ég verð kvíðin og eirðarlaus ef ég er ekki skipulögð. Ég hef líka verið að missa hvatninguna fyrir hreyfingu og hef varla verið að hreyfa mig af viti síðan í febrúar. Ég fer af og til í ræktina, út að labba eða hlaupa en ég mætti gera það 10x oftar. Því um leið og hreyfingin er komin í spilið þá kemst ég í betra andlegt jafnvægi. Ég hef því verið að velta fyrir mér hvernig hægt sé að finna hvatninguna sem vantar ..ætli svarið sé að kaupa ný ræktarföt? Eða búa til nýjan ræktar playlist á Spotify? Jafnvel draga eitthvern með sér í þetta mission? Svo hef ég líka verið að skoða allskonar námskeið sem gætu verið svarið við vandamálum mínum.

Ég ætla að deila með ykkur quotes .. eins væmið og það getur verið þá finnst mér svona orð og setningar oft hjálpa mér helling og hvetja mig áfram. Verkfærakistan er nefnilega endalaus og ég veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera til þess að líða vel, stundum þarf maður bara smá spark í rassinn ;)

Ég er ánægð að vera að skrifa þessa færslu með það í huga að rækta sjálfa mig bæði líkamlega og andlega. Um leið og ég ýti á ‘publish’ ætla ég að hoppa í ræktarföt og hreyfa mig, þótt það sé ekki nema í 30 mínútur – en Elísabet okkar Gunnars er svo hvetjandi á Instagram síðu sinni en þar undirstrikar hún mikilvægi hreyfingar þótt það sé ekki nema í hálftíma. Hálftími dagsins, þar sem við tökum tíma fyrir okkur og ræktum okkur – það hljómar eins og plan fyrir mér ! Hvað segið þið?

Ég er farin í ræktina, svo ætla ég að hugleiða en ég var að byrja á námskeiði hjá RVK Ritual sem ég er svo spennt fyrir. Svo finnst mér gott að skipuleggja vikuna á sunnudegi með góðan kaffibolla. Ah rútína ég hef saknað þín! Ég ætla að vera dugleg að deila með ykkur hvetjandi orðum og minni vegferð að rútínu á Instagram, fylgið mér hér.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

 

LJÓSIN HEIMA // NEÐRI HÆÐIN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    24. August 2020

    Tengi mjög elsku Anna – rútína er best <3

  2. Helgi Ómars

    24. August 2020

    Ohhhhhh en góð færsla og vá hvað ég þarf á henni að halda! Hlakka til að sjá þig sem fyrst og við getum rætt Ritual classinn saman!! Kærleikur til þín

    h