SÍÐUSTU VIKUR

LÍFIÐMEÐGANGAPERSÓNULEGT

Gleðileg jól, gleðilegt nýtt ár og allt það .. Ég er búin að vera fjarverandi á öllum miðlum undanfarnar vikur en ég er sett 25. janúar svo það eru minna en tvær vikur í settan dag. Ég er vægast sagt orðin þreytt og buguð á bæði líkama og sál. Litli snúðurinn minn má koma í heiminn sem allra allra fyrst, guð hvað ég er orðin spennt að fá hann í hendurnar og klára þessa blessuðu meðgöngu! Eins og það er búið að vera dásamlegt að vera ófrísk þá hefur mér fundist það mjög erfitt líka. Við Atli erum búin að vera í hálfgerðri einangrun frá því um áramótin og leyfum okkur bara að skjótast út í búð og í meðgönguvernd. Ástandið á Íslandi er því miður það slæmt að það hefur áhrif á hvernig fæðingin gæti verið. Ef ég smitast og fer svo af stað þá þarf ég að fæða ein í einangrun og ef Atli smitast þá fær hann ekki að vera viðstaddur fæðinguna. Þetta ástand er þvert á móti gott fyrir kvíðapésa eins og sjálfa mig svo við ákváðum strax eftir jól að einangra okkur og erum búin að vera í 2ja manna búbblu síðan. Það er ansi erfitt að hitta ekki fólkið sitt en svona verður þetta að vera, heilsan og litli kútur í fyrsta sæti!

En nóg um þetta leiðindar topic.. Við fengum Ínu Maríu til okkar fyrir jól í smá meðgöngumyndatöku. Við erum vægast sagt ánægð með útkomuna, vá hvað það verður dýrmætt að eiga þessar myndir. Hún er fagmaður fram í fingurgóma og lét okkur líða svo vel á meðan myndatökunni stóð. Ég mæli eindregið með henni en mig langar líka að fá hana til okkar þegar snúðurinn okkar er kominn í heiminn. Ég er búin að deila nokkrum myndum á Instagram, sjá hér.

Þessi síðasti þriðjungur hefur gengið ágætlega, ég hef verið heilsuhraust og hef því við fáu að kvarta. Ég hætti að vinna um miðjan desember sem var á hárréttum tíma. Þreytan byrjaði að segja til sín fljótlega eftir að ég komst í orlof og ég náði að einbeita mér almennilega að jólunum og hreiðurgerðinni. Hér er því allt tilbúið og búið að vera það síðan í desember. Spítalataskan er tilbúin en ég hafði einmitt hugsað mér að deila með ykkur því sem ég setti í hana hér á Trendnet. Ég bíð með það þangað til að sá litli lætur sjá sig, þá hef ég betri yfirsýn yfir það sem mér fannst mikilvægt að vera með í töskunni fyrir mig, hann og Atla. En nú tekur alsherjar slökun við, ég ætla að reyna að vera eins úthvíld og hægt er þegar kemur að fæðingunni. Hlakka til að deila því með ykkur þegar prinsinn er kominn í heiminn!

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANA : Á SÍÐUSTU STUNDU

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    16. January 2022

    Gangi þér vel á síðustu metrunum elsku Anna <3