Ég er búin að bíða spennt eftir því að deila fréttum með ykkur. Ég fékk nefnilega daumagræju inná heimilið – sem er að breyta heimilislífinu. Ég er að sjálfsögðu að tala um ryksugu robot! Ég fékk Tesvor S6 sem er nýjasta og öflugasta vélin að gjöf frá Lautus. Hún ryksugar og moppar og er með 360° laser skynjara sem kortleggur svæðið sem hún þrífur á og leggur það á minnið. Hægt er að skilgreina svokallað bannsvæði í appinu og velja ákveðin svæði til að þrífa. Það fylgir vatnsbox með vélinni og hefur hún þrjár moppu stillingar sem hægt er að velja úr. Ég læt mína ryksuga parketið, flísarnar og þunnar mottur svo þegar ég hef látið hana moppa þá læt ég motturinar inná ‘bannsvæði’. Það er hægt að ákveða hvenær vélin fer af stað og hversu lengi hún á að þrífa svo fer hún sjálf í hleðslu þegar hún er búin. Algjör lúxus!
Mynd frá Lautus.is
Ég er rosalega ánægð með þessa viðbót inná heimilið og finnst mér að þessi græja eigi heima á öllum helstu heimilum. Það fer lítið fyrir henni, auðvelt að fara með hana á milli hæða og hægt er að breyta styrkleikastigi vélarinnar. Sem dæmi er ég oftast með stillt á ‘silence’ þá heyrist lítið í henni á meðan hún ryksugar. Þið getið lesiði ykkur betur um Tesvor S6 hér. Fyrir ódýrari kost þá er X500 ein vinsælasta vélin hjá Lautus. Þið getið skoðað hana betur hér.
Ég mæli með að horfa á myndbandið hér fyrir neðan en þar er sýnt frá vélinini sem ég á, Tesvor S6.
Í samstarfi við Lautus ætlum við að bjóða uppá 10% afslátt af öllum vörum með kóðanum “annabergmann” eða með því að fara inná þessa slóð hér. Með því að fara inná slóðina þá bætist afslátturinn sjálfkrafa við check out.
Ég vona að þið nýtið ykkur afsláttinn og fjárfestið í draumavél inná heimilið. Vélin mín hefur allavega hjálpað mér helling og get ég varla ímyndað mér að vera án hennar. Sem dæmi héldum við fjölskylduafamæli í lok síðustu viku, ég lét græjuna mína ryksuga og moppa eftir afmælið á meðan að ég drakk kaffi og fletti tímariti. Lúxus.
Happy robot shopping!
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg