fbpx

HVERNIG ÉG NOTA THE ORDINARY VÖRURNAR

HÚÐUMHIRÐA

Ég var beðin um að deila því hér hvernig ég nota vörurnar frá The Ordinary. Ég fer eftir leiðbeiningum á vefsíðu Deciem sem er fyrirtækið yfir The Ordinary. Hér er hægt að sjá góðar leiðbeiningar en þar er líka farið vandlega yfir hvaða vörum má blanda saman og hvaða vörum er mælt með að blanda ekki saman.

Hér er mín rútína:

Á MORGNANA

  1. Þrífa húðina
  2. Buffet : Serum sem inniheldur 6 mismunandi peptíð, rakagefandi og vinnur á hrukkum
  3. Niacinamide 10% + Zinc 1% : Vinnur á ýmsum erfiðleikum húðarinnar, minnkar svitaholur og kemur olíuframleiðslu húðarinnar í jafnvægi
  4. Caffeine Solution 5% + EGCG : Augnserum sem vinnur á baugum og þreyttu augnsvæði
  5. Rakakrem
  6. Sólarvörn

Á KVÖLDIN

  1. Þrífa húðina
  2. Buffet : Serum sem inniheldur 6 mismunandi peptíð. Rakagefandi og vinnur á hrukkum
  3. Hyaluronic Acid 2% + B5 : Rakasýra sem minnkar myndun fínna lína og bindir raka í húðinni, extra raki fyrir veturinn
  4. Granactive Retinoid 2% in Squalane : Vinnur gegn öldrun húðarinnar ásamt því að vinna á örum og blettum.
  5. Rakakrem

1x í viku: AHA Peeling Solution og þá er mælt með að nota ekki sterkar sýrur né peptíð með.

Þessi rútína hentar mér vel en það er mikilvægt að hafa það hugfast að engin húð er eins og því er nauðsynlegt að fræða sig vel og velja vörur og rútínu sem hentar hverjum og einum.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HREYFING OG ÚTIVERA

Skrifa Innlegg