Ég heimsótti eina fallegustu húsgagna- og heimilisvörubúð landsins í síðustu viku, ég er að sjálfsögðu að tala um Magnoliu á Skólavörðustíg. Ég var með stjörnur í augunum þegar ég tók hring í búðinni, hún er svo dásamlega falleg og mig langar helst að skipta öllu því sem ég á út fyrir vörur frá Magnoliu. Fyrir ykkur sem vitið ekki þá var Magnolia staðsett á Skólavörðustíg 38 en flutti niður um nokkur númer í sumar, eða á Skólavörðustíg 18. Skylduheimsókn fyrir alla fagurkera og heimilisvöru-unnendur. Magnolia býður uppá merki eins og t.d. Tine K og Day Birger en úrvalið er vægast sagt frábært. Þar finnið þið húsgögn, lífsstílsvörur, gjafavörur og svo mætti lengi telja. Viðarbrettin þeirra eru ansi vinsæl en þegar ég kíkti í heimsókn þá voru aðeins fáein eftir. Ég mæli með að fylgja þeim á Instagram, þær eru duglegar að deila fallegum myndum af vörum sem hægt er að nálgast í Magnoliu. Þið getið fylgt þeim hér.
Myndir frá Magnoliu
Ég var svo heppin að fá að taka með mér skál og bretti sem fengu strax mikinn tilgang á heimilinu. Skálina nota ég undir ávexti og brettiði undir salt og pipar. Ég hlakka strax til þess að kíkja aftur en mig dreymir um fleiri skálar og fallega bastmottu frá Magnoliu.
Ég hlakka til að kíkja aftur í heimsókn, mjög fljótlega! Þangað til ætla ég að halda áfram að dást af úrvalinu þeirra á Instagram síðu Magnoliu.
Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg