Ég er búin að vera léleg að taka outfit myndir og deila þeim bæði hér og á Instagram, ástæðurnar eru einfaldlega þær að það hefur verið mikill skortur af tilefnum og svo á ég það til að gleyma að biðja um að smella mynd af mér. Ég ætla að taka mig á og vera duglegri að deila með ykkur.
Ég átti gott hádegisdeit með systur minni á föstudaginn í síðustu viku, við fórum á Austurlanda Hraðlestina og namm (!!) ég var búin að gleyma hvað maturinn þar er bragðgóður – ég nefnilega elska indverskan mat. Ég auðvitað nýtti tækfærið og lét systur mína smella nokkrum myndum af mér, þar sem að jú.. ég er oftar en ekki í joggingalla og er því nauðsynlegt að eiga sönnun á því að hafa dressað sig upp.
Kjóll – Zara
Faux fur vesti – Zara
Pleður blazer – H&M
Taska – Stella McCartney
Skór – JoDis by Andrea Röfn
Ég vona að ykkur finnst gaman að fletta í gegnum færslur af þessu tagi. Endilega setjið ‘like’ við færsluna ef þið viljið sjá meira svona. 🥰
Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann
Skrifa Innlegg