fbpx

GALLABUXNABLÆTI

ANNA MÆLIR MEÐOUTFITTÍSKA

Ég er komin með hálfgert blæti fyrir þægilegum og flottum gallabuxum, mér finnst allavega ekki leiðinlegt að finna fullkomnar buxur fyrir mig. Mér hefur alltaf þótt það erfitt að finna góðar gallabuxur, þær hafa flestar rifnað yfir rassinn og eru alls ekki langlífar. En ég datt í lukkupottinin fyrir jól þegar ég keypti mér gallabuxur frá Weekday sem ég elska og hef varla farið úr. Ég kaupi mér núna bara gallabuxur þaðan, mér finnst þær lang bestar og eru þær afar langlífar miðað við önnur merki. Uppáhalds sniðið mitt er MIKA, þær eru uppháar í mom sniði – algjört draumasnið að mínu mati. Ég tók mínar í litnum ‘poppy blue’ en ég væri alveg til í að eiga þessa týpu líka í svörtu.

Gallabuxur – MIKA frá Weekday
Faux fur – Monki (gamall)
Skór – JoDis by Andrea Röfn
Taska – Stella McCartney
Trefill – Acne Studios

Hér sjáiði sniðið vel ..

Elska þær!! Mæli með fyrir alla gallabuxnaperrana að gera sér ferð í Weekday og skoða úrvalið.

Takk fyrir að lesa,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HEIMSÓKN Í MAGNOLIU

Skrifa Innlegg