fbpx

BIBI E BELLA

ANNA MÆLIR MEÐTÍSKA

Ég verð að byrja á því að afsaka blogglægðina hjá mér, undanfarnir dagar og vikur hafa einkennst af mikilli kaos en ég er loksins komin heim til Íslands í ró og næði. Mínir seinustu dagar í Milano fóru í lokaskil hjá mér en mér var einnig boðið á mjög skemmtilegan viðburð sem mig langar að segja ykkur betur frá.

Góð vinkona mín og hönnuðurinn hún Berglind Óskarsdóttir hefur verið að vinna í því að koma nýju luxury fatamerki á fót, nánar tiltekið fyrir stelpur á aldrinum 4-10 ára. Ég man þegar hún sagði mér frá þessari frábæru hugmynd fyrir rúmu ári síðan og hefur mér þótt það aðdáunarvert að fylgjast með frá byrjun hvernig hún þróaði flíkurnar og að sjá merkið verða til. Merkið ber nafnið Bibi e Bella og eru allar vörurnar handgerðar á Ítalíu. Innblásturinn sótti hún í vintage dúkkulísur og ítalska luxury markaðinn en vörulínan samanstendur af fallegum slám með smáatriðum og útsaumum sem gleðja augað.

© Saga Sig
© Saga Sig
© Saga Sig

Berglind, hönnuður og eigandi merkisins bauð mér að koma á viðburð í showroom-i Bibi e Bella í byrjun desember. Ég tók myndir frá viðburðinum og langar mig að deila þeim með ykkur.









Ég er svo rosalega hrifin af þessum fallegu slám og hefði ég ekkert á móti því að eignast eina sjálf .. Þær heilla svo sannarlega.
Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að skoða betur þá bendi ég á Instagram aðgang Bibi e Bella hér. Þar er einnig tekið á móti pöntunum þar til að vefsíðan er komin á skrið.

Ég er svo spennt að fylgjast með Bibi e Bella og er ég alveg viss um að við munum sjá þessar fallegu flíkur á litlum stelpum útum allan heim x

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

AFMÆLISDAGURINN MINN

Skrifa Innlegg