fbpx

LITAKORT ANDREU FYRIR BYKO

BYKOLITAKORTSAMSTARF

Samstarf / BYKO

LITAKORT  ANDREU 🌈

Ég fékk það skemmtilega verkefni að gera litakort með BYKO.  Ég ákvað að nota sömu liti og ég er að vinna með í haustlínunni minni en ég  er þar að vinna með fallega milda tóna, beige, kampavínsliti, brúna tóna og svo varð ég auðvitað að hafa dass af bleiku með & einn bláan.  Allt eru þetta litir sem fallegt er að blanda saman, bæði í fatnaði og á veggjum heimilisins.

Málningardeildin í verslun BYKO í Breidd hefur verið stækkuð og tekin algjörlega í gegn með það að markmiði að bæta til muna upplifun viðskiptavina þegar kemur að vali á litum.  Ég mæli sérstaklega með að prufa að breyta birtustiginu í sýningarrýminu en þannig að hægt er að sjá hvernig litirnir koma út í kvöld & dagsbirtu.

Síðustu daga hef ég farið ófáar ferðir í Breiddina.  Þangað mætti ég með kjóla & jakka og fékk sérfræðinga BYKO til að litaskanna flíkurnar og fá þannig liti sem líkjast efnunum.  Útkoman er æðisleg litapalletta sem ég get ekki beðið eftir að mála með hjá okkur í búðinni.  “Stay tuned”.

Nokkrar myndir af ferlinu undanfarnar vikur …
Verkefnið er unnið með Kvartz markaðsstofu.

 

Hér eru litirnir í litakortinu mínu.
ATH! Litirnir birtast ekki allir réttir á skjánum, þú getur séð málaðar prufur af öllum litunum í verslunum BYKO.

CCOC HVÍTUR
Coco hvítur er mildur hvítur með smá hinti af bleiku.  Hlýr, fallegur & mjúkur hvítur.

KAMPAVÍN 1%
KAMPAVÍN 2 %
Kampavín kemur í tveimur tónum en liturinn er fallegur beige/kampavíns litaður.   Minn uppáhalds litur í fatnaði & heima.

BRONS 1
BRONS 2
Brons kemur líka í tveimur tónum,  elska þá báða og gat bara alls ekki valið einn.

SÚKKULAÐI LJÓST
SÚKKULAÐI DÖKKT
Ég er nýlega farin að vinna með dökkbrúnt í línunni minni.  Það skemmtilegasta við alla þessa brúnu tóna er hvað það er flott að blanda þeim öllum saman.  Þessa dökku er ég að nota í staðin fyrir svart.


FLAMINGO LJÓS 
FLAMINGO DÖKKUR
Það verður alltaf að vera bleikt, ég er nýbúin að læra það.  Flamingo liturinn kemur í tveimur tónum ljós & dökkur.

 

CUBA BLÁR
Fallega gamaldags antik blár, aðeins ljósari en hér á myndinni.  Ég vildi hafa hann með af því að hann er í kjólalínunni og hugsaði með mér að hann væri fallegur t.d. í barnaherbergi en eftir að vera búin að mála endalausar prufur þá verð ég alltaf skotnari og skotnari í þessum lit.
CUBA er óvænt eiginlega komin efst á lista til að setja á einn vegg niðri í búð…. sjáum til.

 

 

Hlakka til að sýna ykkur meira og mæli með að þið fylgist vel með hér á Trendnet, því þetta er ekki eina litakortið sem þið munuð sjá hér !
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

TÍSKUVIKAN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. sigridurr

    31. August 2021

    GEGGJUÐÐÐÐÐÐ! XXXXX

  2. Brynja Dan

    31. August 2021

    Okeiiii þarf þá alla… veit ekki hvar eða í hvað en þarf þá samt😍