fbpx

TÍSKUVIKAN

KAUPMANNAHÖFNTÍSKUVIKA

Loksins tískuvika 🙏

Eftir að hafa verið heima & unnið að allt heiman síðastliðið ár var kærkomið að komast loksins á tískuvikuna í Kaupmannahöfn.
Það er ýmislegt sem maður hefur lært þetta síðasta ár, margt er hægt að vinna frá eldhúsborðinu heima og ekki eru allar ferðir nauðsynlegar.  Það er þó að mínu mati nauðsynlegt að komast á tískuviku 2x á ári til að kaupa inn fyrir búðina.  Það er ekki eins auðvelt og það hljómar að velja inn fatnað og skó fyrir heila verslun þegar öll innkaup fara fram á netinu. Það er nauðsynlegt að fá að snerta efnin og máta flíkurnar.  Við vorum því í essinu okkar á sýningunum og í “showroom- um” að fá loksins að sjá og máta það sem við erum að panta inn og vanda okkur þannig við að finna bestu sniðin.

Í þetta sinn vorum við að kaupa inn næsta vor/sumar eða SS 22.  Þið getið búið ykkur undir litadýrð … jarðtóna – pastel & mjög sterka liti.  Ef ég ætti að nefna einn lit sem stóð uppúr þá væri það gras-grænn en það voru mjög margir að nota þann lit í sinni línu.

Hér eru nokkrar myndir frá tískudögunum okkar en ég, Ósk, Erla & Erna þræddum tískuvikuna að þessu sinni.

 

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

LÍÐUR BETUR Í FALLEGUM FÖTUM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    24. August 2021

    Spennandi 😍😍😍