fbpx

VELKOMINN Í HEIMINN

LÍFIÐMÁNI

Dásamlegi sonur okkar Atla mætti í heiminn 24. janúar klukkan 08:58. Hann fæddist 14 merkur og 50 cm, dásamlega fallegur og vær með dökkt hár. Ég var gangsett 22. janúar eftir að hafa greinst fyrst með háþrýsting og síðar meðgöngueitrun. Gangsetningin fór hægt af stað en ég missti loksins vatnið eftir 9 töflur, rúmum 24 klukkustundum eftir að gangsetning hófst. Við áttum góða, rólega fæðingu og svo fengum við dásemdina okkar í hendurnar – ég hef aldrei upplifað aðra eins tilfinningu. Þvílík sæluvíma, vá! Síðustu dagar hafa farið í að kynnast og að njóta þess að vera saman í hamingjubúbblu. Við Atli nefndum prinsinn okkar Mána Bergmann Atlason. Við tókum þá ákvörðun að deila nafninu strax en vegna covid verður enginn nafnaveisla fyrr en eftir nokkrar vikur eða mánuði jafnvel.

Síðustu dagar hafa gengið vonum framar og hann Máni okkar er algjör draumur. Hann drekkur og sefur vel og er dásamlegur í alla staði. Við getum ekki beðið eftir framtíðinni með honum. 🌙💙

Hér koma nokkrar myndir frá síðustu dögum sem ég er búin að deila á Instagram.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

SÍÐUSTU VIKUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • Anna Bergmann

      7. February 2022

      Ójá ❤️