*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA
Það styttist hratt í blessuð jólin en eins og flestir vita er ég verslunareigandi og fatahönnuður. Jólin hjá mér hafa verið á verslunargólfinu síðustu tuttuguogeitthvað ár og er óhætt að segja að ég hafi aðstoðað við að velja í nokkra jólapakka í gegnum tíðina :)
Að standa jólavaktina er orðin partur af minni jólahefð, ég þekki ekkert annað og á erfitt með að ímynda mér jól án þess að vera á verslunargólfinu. Ég sleit mig aðeins frá vinnu og settist niður við tölvuna og tók saman nokkrar jólagjafahugmyndir úr búðinni.
1. “ALL IN” // 31.900.
All in eða tankurinn er ný stór taska frá AndreA. Þetta er taskan sem mig vantaði verulega enda dreg ég með mér ótrúlegustu hluti til og frá vinnu á hverjum degi. Ég er alltaf með aðra litla tösku líka en þessi geymir t.d. tölvuna mína ásamt auka pari af skóm og svo enda ótrúlegustu hlutir þarna ofan í.
2. LEÐURJAKKI // 56.900
Þessi jakki er klassískur og er ein mest notaða flíkin í mínum skáp. Hann er tímalaus og passar við allt. Hann er rúnaður upp í bakið sem gerir það að verkum að hann er fullkominn yfir kjóla eða síða flíkur.
Hann er bæði til með gull og silfur rennilás.
3. 30 DAY TREATMENT frá Bioeffect. // 25.900
The best of the best of the best ef þú spyrð mig.
Lúxus meðferð & 30 daga dekur sem eru töfrum líkast. Ég sé aldrei eins mikinn mun á húðinni minni eins og þegar ég nota 30DAY.
Þetta er átaksmeðferð sem maður notar kvölds og morgna í 30 daga og ekkert annað á meðan. Húðin verður unglegri, stinnari og ferskari.
Ég mæli með að taka mynd í svipuðum aðstæðum í upphafi og í lokin á meðferðinni til að sjá muninn.
Þetta er hátíðarkassi þar sem OSA WATER MIST fylgir með í kaupbæti.
Þetta er ekta pakki sem manni langar í en tímir ekki að kaupa eða lætur annað ganga fyrir. Klárlega á óskalistanum hjá mér.
4. KJÓLL // 29.900 – 32.900
Kjóll í fallegu sniði. Ég setti HABANERA á listann af því að hann er einn af okkar bestu sniðum, bundinn eða “wrap around” kjóll með fallegum “detailum”. Ég ákvað að leyfa HOLYMOLY kjólnum að fljóta með en það er allt öðruvísi snið en hann er hnepptur skyrtukjóll. Báðir þessir kjólar eiga það þó sameiginlegt að vera til í tveimur síddum. (hnésíðir & ökklasíðir).
Húfan okkar er til í nokkrum litum núna … Svört, hvít, grá og ljósblá. Hún er úr afar mjúkri viskós blöndu þannig að hún er mjúk og passlega hlý þegar við erum að snattast með hana innanbæjar. Snilldar jólagjöf sem ég hef gefið held ég flestu mínu fólki bæði stelpum & strákum :)
Það er fátt betra en hlý peysa á veturna. Peysurnar okkar eru prjónaðar á Ítalíu úr dásamlega mjúkri ull. (stingur ekki)
Þær eru til stuttar & síðar í þremur litum; svört, hvít & antík bleik.
LUCKY COIN eða happapeningur er falleg gjöf. Á peningnum er gömul rún sem sögð er breyta neikvæðri orku í jákvæða.
LUCKY kemur í silfri og gullhúðuðu silfri. *Ath! keðjan er seld sér við mælum með að taka frekar síða keðju 50 eða 55 cm þar sem peningurinn er það stór að hann er fallegri í aðeins lengri keðju.
8. FANNY // 21.900
FANNY er eiginlega ómissandi á ferðalagið og bara í lífið fyrir upptekið fólk á ferðinni, það er svo mikil snilld að hafa hana bara þarna og vera með báðar hendur lausar. FANNY er til Svört – Rauð & Camel sem er nýr litur.
Taskan fæst með tveimur lengdum af ól. S & M
S er fyrir small/medium & M fyrir medium/large
Þessi leðurbudda eða lyklaveski er alltaf ofan í minni tösku & geymir bæði klink, kort og lykla en það er lyklahringur ofan í henni. Til í svörtu, rauðu & camel.
7 litir… Svartur – dökk blár – dökk grár – ljós grár – ljósbleikur/nude – rauður – camel // 100% ull
Stór & djúsí trefill sem heldur á manni hita í mesta kuldanum.
xxx
AndreA
Skrifa Innlegg