fbpx

JÓLA-KÖBEN

FERÐALÖGJÓLLÍFIÐTíska

Dásamlega fallega Kaupmannahöfn.  Það er langt síðan ég hef verið þar svona rétt fyrir jólin.  Borgin er svo fallega skreytt,  það var fólk allstaðar, uppdúðað í kápur, trefla & lúffur með heitt kakó úr jólabásunum.  Mér leið á einhverjum tímapunkti eins og ég væri í miðju setti í bíómynd (jólamynd auðvitað) þar sem að allir ættu að ganga um glaðir.
Við Ísabella vorum þarna í tvær nætur og nýttum tímann vel.  Við gistum eina nótt út úr borginni í Frederiksborg á gömlu fallegu sveitahóteli rétt hjá þar sem vinir okkar búa.  Seinni nóttina vorum við á uppáhalds hótelinu mínu í Kaupmannahöfn Manon les suites, áhugasamir geta lesið meira um það hótel HÉR.

Við vorum að vinna og njóta en við áttum fund hjá okkar uppáhalds danska merki Notes Du Nord.  “Showroomið” þeirra er það fallegasta sem ég hef komið í.  Hvert einasta smáatriði er fallegt en það er staðsett við Nyhavn.  Ljósin, gluggarnir, speglarnir, loftið, nefndu það, það er allt fallegt þarna inni enda Sara eigandi Notes einn mesti fagurkeri sem ég veit um með svo ótrúlega næmt auga fyrir smáatriðum.  Línan þeirra fyrir haustið 2020 var eins og þeim einum er lagið alveg ótrúlega falleg og þvílíkur draumur að vinna við að kaupa inn og máta þessa fegurð.

Ég var heppin að hitta á tvær góðar vinkonur og eiga með þeim smá stund en Elísabet & Erna Hrund voru báðar í borginni á sama tíma.
Hér eru myndir …. Kjólarnir sem við erum að máta eru væntanlegir næsta sumar.  Vá hvað það er gaman að máta svona fallegt.

 

xxx
AndreA

@andreamagnus
@andreabyandrea

NORÐURBAKKINN/ ANDREAXOROBLU

Skrifa Innlegg