fbpx

OUR BATHROOM DETAILS

HEIMAHEIMILIINSTAGRAM

Jæja núna er skreytingum á baðherberginu uppi lokið, í bili allavega! Við eigum reyndar eftir að hengja upp allar myndir á veggi í húsinu og ég væri alveg til í eina viðeigandi mynd inn á einn vegg á baðherberginu… er með eitt quote í huga sem ég kannski skelli bara inn í word og prenta út.

img_8789

Nauðsynlegt að setja svona hillu á baðkarið fyrir hinar ýmsu smávörur, hún nýtist jú líka fyrir rauðvínsglasið þegar gera á vel við sig!

img_8827

img_8828

Ég pantaði þessar ilmstangir frá Vigt svona meira til að skreyta með, þar sem mér finnst umbúðirnar ótrúlega flottar og stílhreinar.. en lyktin af þeim, maður minn hún er dásamleg. Ég er með ilmin Okkar 1.

img_8829

Tinna smíðaði hjarta handa mér.. hvað er fallegra en að skreyta með listaverkum barnanna

img_8808Þórunn hjá Multi by Multi fylgdist með framkvæmdunum okkar á Snapchat og sendi okkur þessa mega fallegu kaktusa að gjöf.. þeir smellpassa inn í svörtu stemninguna. Kaktusarnir eru komnir í allmenna sölu!

 

En eru þið að grínast hvað það er mikill lúxus að hafa baðkar, ég kunni reyndar ekkert mjög vel að meta það þegar ég eignaðist mína fyrstu íbúð 21 árs, þá hugsaði ég baðkarið meira fyrir Viktoríu sem þá var nýfædd. En staðan er önnur í dag – baðsalt í vatnið, hárið í snúð, rautt í glas, kertaljós og tímaritalestur.. jú þannig var staðan hjá mér í gærkvöldi!

img_8824

Þið finnið mig á Instagram – @hrefnadan

HDan

FERMING VIKTORÍU

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1