fbpx

HOME INSPO VOL III

HEIMAHEIMILIHÖNNUNHUGMYNDIRINNBLÁSTURPINTEREST

Jæja það styttist aldeilis í flutninga, við fáum húsið afhent í síðasta lagi 1. mars og ég get ekki beðið!

Við ætlum okkur að dúlla aðeins við húsið áður en við flytjum inn. Það er ekkert sem þarf að gera þannig séð, okkur langar bara að gera það meira að okkar með lítilsháttar breytingum. Við ætlum okkur að parketleggja rými á neðri hæðinni, mála allt, filma innréttingar og fleira skemmtilegt. Ég leyfi ykkur ef til vill að fá smá innsýn þegar við hefjumst handa.

Núna sit ég yfir tölvunni alla daga og næ mér í hugmyndir og fyllist innblæstri….

1

Falleg stofa, með nokkrum hlutum af mínum óskalista..

2

Planta í glærum blómavasa er mega fínt.. moldin sést í gegn og plantan öðlast aukin sjarma

3

Korkveggur er brilljant hugmynd.. ég sé fyrir mér að setja upp svona vegg inni hjá Söru. Hún elskar að skapa og taka myndir og þetta væri frábær lausn fyrir hana til að leyfa myndunum að njóta sín. Ein teiknibóla og verkið er komið upp á vegg!

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Vinnuaðstaða og geymslurými fyrir táninginn er í vinnslu.. hún er með ákveðnar hugmyndir

5

Almennilegt kaffihorn fyrir kaffikonuna.. til í það

6

Betra skipulag á hlutunum er á to do listanum.. við eigum heillan helling af svona sniðugum krítarlímiðum, spurning að merkja allar glerkrukkurnar okkar með þeim á þennan hátt

7

Meraki.. ég elska þessar vörur

8

Svört blöndunartæki heilla… við erum að spá hvort við eigum að kaupa ný svört blöndunartæki inn á baðið uppi eða pólýhúða þau sem eru fyrir

9

Ivar skáparnir frá Ikea eru mega fínir.. þar sem stíllinn okkar er frekar svart/hvítur þá kæmi furan vel út á móti. Ég sé þessa skápa fyrir mér inni í svefnherberginu okkar eða inni í stofu

10

11

Fölbleik rúmföt heilla

12

Það lítur út fyrir að við þurfum að losa okkur við rúmgaflinn okkar þar sem herbergið okkar er undir súð.. sem er bömmer! En ég nefndi það við Palla að ef við þyrftum þess þá væri ég til í að taka fæturnar undan rúminu og lækka það niður. Mér finnst það mega sjarmerandi, það yrði þó ekki bara dýnan eins og hérna að ofan, grindin yrði undir líka

14

Docksta borðið frá Ikea verður eldhúsborðið okkar

Jæja, það þýðir víst ekki bara að liggja yfir svona fallegum myndum og láta sig dreyma, það þarf víst að pakka búslóðinni niður þegar maður er að flytja..ekki það skemmtilegasta en nauðsynlegt engu að síður!

Einn, tveir og pakka..

HDan

 

ANTÍKMARKAÐSKAUP

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Jovana

    31. January 2017

    Skemmtileg færsla :)

    • Hrefna Dan

      31. January 2017

      Takk fyrir það Jovana xx