Ég gerði Karamellukornflexnammi með lakkrísbitum fyrir jólin í fyrra og ákvað þá að þetta yrði hluti af gotteríinu á jólunum okkar og gert fyrir hver jól. Sú ákvörðun var góð, mega góð.. því þessir nammibitar eru bara eitthvað annað.
Einu sinni smakkað þú getur ekki hætt (eins og sú sem birti uppskriftina talar um) á ansi vel við og það er einmitt raunin hér, ég sit allavega hérna við tölvuna og er þegar búin með fjóra bita (sex!) og gæti vel klárað boxið en læt það auðvitað ekki eftir mér. Uppskrift þessi kemur frá henni Berglindi sem heldur úti blogginu GulurRauðurGrænn&Salt. Blogg sem ég hef mikið dálæti á og hef fundið margar góðar uppskriftir á þegar ég er að malla eitthvað í eldhúsinu.
Ég skellti í þetta í vikunni og leyfði fólki að fylgjast með ferlinu á snapchat (hrefnadan), viðbrögðin létu ekki á sér standa og uppskriftin fékk ótrúlega mörg screenshot. Þetta nammi er líka eitthvað sem allir geta gert, ferlið er mjög einfalt og þægilegt og alls ekki tímafrekt.
Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum
300 g Dumle karmellur
130 g smjör
200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
90 g kornflex, mulið gróflega
Krem
400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör
Meira HÉR…ég mæli með því að prófa!
HDan
Skrifa Innlegg