Það er vel við hæfi í þessum hlýja desembermánuði að nota léttar yfirhafnir, hitastigið býður allavega ekki upp á mjög hlýjar úlpur. Ég fagna þessum tölum á hitamælinum en verð þó að viðurkenna að ég væri alveg til í smá frost og snjó í kringum 20. des… ef þú lest þetta kæri verðurguð þá langar mig í hvít jól! Þá get ég líka farið að nota þessa meira.
Yfirhafnasjúka ég nýt þess í botn að nota allar léttu yfirhafnirnar áður en fer að kólna aftur, úrvalið af þeim er töluvert meira í mínum skápum.
Þessi jakki er í miklu uppáhaldi hjá undirritaðri!
En talandi um yfirhafnir – mig langaði að sýna ykkur myndir af kápu sem ég keypti mér í nytjamarkaðnum Búkollu um síðustu helgi, ég var með Trendnet snappið (trendnetis) síðastliðin sunnudag og þá sýndi ég ykkur sem fylgið okkur þar kápuna og sagði ykkur örlítið frá þessuM frábæru kaupum. En málið er að fyrir þessa mega fallegu kápu borgaði ég litlar 250 kr. Sem er gjöf en ekki gjald fyrir svona yfirhöfn!
Fyrir ykkur sem ekki þekkið til Búkollu þá er þetta nytjamarkaður sem er staðsettur hérna á Akranesi og þar er allskonar til sölu – föt, skór, fylgihlutir, undirföt, húsgögn, húsbúnaður, bækur og já svo mætti lengi telja. Þar sem þetta er nytjamarkaður þá eru hlutirnir notaðir, en mismikið þó.. ég keypti til dæmis einu sinni mjög nýlega 66° norður úlpu á 250 kr. Mörg af mínum allra bestu kaupum hef ég gert í Búkollu og það fyrir nokkra hundrað kalla.
Ég mæli með ferð á Akranes – kíkja við í Búkollu og á Antíkmarkaðinn á Heiðarbraut sem ég gaf ykkur innsýn í á snappinu… þar er hægt að gera mega góð kaup!
HDan
Skrifa Innlegg