fbpx

HEIMAGRAM – @HDAN_HOME

HEIMAHÖNNUNINNBLÁSTURINSTAGRAM

Ég hef mjög gaman af því að taka ljósmyndir, tek flestar mínar myndir á símann minn sem er jú oftast við höndina og það er fjölmargt sem heillar augu mín og ég tek myndir af.

Heimilið okkar og hlutirnir þar inni eru mjög vinsælt myndefni hjá mér og þar sem ég er mjög dugleg að breyta hérna heima, með því að færa til hluti, kaupa inn nýjar plöntur og litla smáhluti þá er myndefnið mjög breytilegt. Ég ákvað fyrir einhverju síðan að opna Instagram síðu þar sem ég set einungis inn myndir sem ég tek inni á heimilinu okkar.

Ykkur er auðvitað meira en velkomið að fylgja mér á @hdan_home ef ykkur langar að sjá meira og kannski fá smá innblástur. Ég leyfi nokkrum myndum að fylgja með…

1

3

4

2

5

6

photo-26-11-2016-11-42-10

photo-28-11-2016-12-15-17-1

photo-14-10-2016-09-40-14-1

photo-22-10-2016-15-48-21-1

Ég mæli líka með því að þið kíkið við á mínu persónulega Instagram @hrefnadan – þar er ég með gjafaleik í samstarfi við kökusnillinginn Evu Laufey. Kíkið endilega við og takið þátt, ég dreg út á morgun! xx

 

HDan

JÓLAFÖTIN MÍN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Anonymous

    8. December 2016

    Svarta járngrindin, hvaðan er hún?

    • Hrefna Dan

      9. December 2016

      Maðurinn minn fékk járnagrindina í vinnunni hjá sér, hann vinnur á trésmíðaverkstæði. Hann klippti grindina svo til eftir málum frá mér og
      málaði hana svarta!

      Svona járnagrindur fást í Bauhaus og Húsasmiðjunni og þeir klippa hana örugglega til – en þú þyrftir að mála hana sjálf/ur!

      Mbk.

  2. Elín

    13. January 2017

    Sæl

    Getur þú sagt mér hvar þú fékkst hringlótta spegilinn?

    • Hrefna Dan

      13. January 2017

      Sæl Elín. Spegilinn keypti ég í Søstrene Grene, man ekki alveg hvenær það var en ég gæti alveg trúað því að hann væri til hjá þeim núna.