fbpx

TRENDNÝTT

Barnadagur UNICEF í Lindex

KYNNING

Team Trendnet styður sannar gjafir UNICEF í ár. Beggi Ólafs talaði frá hjartanu í bloggfærslu gærdagsins og Helgi Ómars hefur komið af stað “klukk” leik á Instagram story. Þegar þetta er skrifað hafa Elísabet Gunnars og Guðrún Sortveit báðar keypt vegna hvatningu Trendnet strákanna og hér hvetjum við fleiri bloggara, vefsíður og lesendur til að gera slíkt hið sama.


Ef þið kunnið ekki að kaupa á netinu, þá erum við með viðburð að heimsækja um helgina.

Um er að ræða UNICEF DAGINN sem haldinn verður í verslun Lindex í Smáralind frá kl 13-16 á morgun, laugardaginn 8.desember. Dagurinn var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur í fyrra og heppnaðist frábærlega þannig að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. Margt verður um að vera í versluninni:  jólasveinninn mætir á svæðið og geta gestir og gangandi fengið mynd af sér með sveinka, hægt verður að lita jólakort í föndurhorninu og krakka-karíókí verður í boði með þeim Þórunni Antóníu og Dóru Júlíu.  Einnig mun starfsfólk UNICEF bjóða börnum og fullorðnum uppá skemmtilega fræðslu og sýna hvernig hjálpargögn keypt á Íslandi geta nýst börnum í neyð .

Sannar gjafir eru hjálpargögn sem bæta líf barna um allan heim. Í verslunum Lindex eru hjálpargögn á borð við hlý teppi, vatnshreinsitöflur, vítamínbætt jarðhnetumauk og ormalyf til sölu sem og falleg jólakort. Íslensku jólasveinarnir prýða kortin, en þeir stilltu sér allir upp með sín uppáhalds hjálpargögn og Brian Pilkington teiknaði þá. UNICEF mun síðan sjá til þess að koma hjálpargögnunum til þeirra barna sem á þurfa að halda.

Frá Unicef degi Lindex jólin 2017

Yfir 6 þúsund Sannar gjafir hafa selst hjá Lindex – jafngildir 400 skólum í kassa eða 1,5 milljónum ormalyfja.


TRENDNET hvetur alla til að gera sér glaðan dag í Smáralind á morgun og styrkja í leiðinni gott starf UNICEF. E
innig er hægt að versla Sannar gjafir í vefverslun UNICEF.

Gerum góðverk!

//
TRENDNET

 

Súkkulaði - og bananakaka

Skrifa Innlegg