fbpx

GEFÐU SANNAR GJAFIR UM JÓLIN

andleg vellíðan

Besti tími ársins að renna í hlað að mínu mati, jólin. Ég er mikið jólabarn, elska að borða góðan mat, eiga gæða stundir með mínu besta fólki og ég tala nú ekki um jóla-andann. Það er eitthvað við jólin sem er svo yndislegt.

Þrátt fyrir þessu frábæru eiginleika sem jólin hafa, þá kemst maður ekki framhjá því að hugsa til þeirra sem minna mega sín. Þá er ég að tala um einstaklinga sem hafa ekki einu sinni aðgang að mat, vatni og hvað þá gjöfum. Hlutir sem maður tekur sem sjálfsagða.

Því langar mig til að vekja athygli á Sönnum Gjöfum frá UNICEC, sem eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstatt börn. Gjafirnar sem þú kaupir í vefverslun UNICEF er dreift til barna og fjölskyldu þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest. Sannar gjafir eru keyptar í nafni þess sem þig langar til að gleðja og þú getur keypt þær á www.sannargjafir.is

Þú færð fallegt gjafabréf með ljósmynd og lýsingu á gjöfinni og lætur viðkomandi fá bréfið. Hjálpargögnin sjálf eru hins vegar send úr birgðastöð UNICEF til barna í neyð. Þegar þú kaupir sanna gjöf gleður þú bæði viðtakanda gjafabréfsins og börn sem eiga um sárt að binda. Í gjafaúrvali okkar er að finna nauðsynleg hjálpargögn sem UNICEF dreifir til barna um víða veröld, svo sem bóluefni, skólagögn, næringu og lyf.

Sannar gjafir eru tilvalin jólagjöf ef þú vilt virkilega gefa af þér til einstaklinga sem minna mega sín. Ég ætla fjárfesta í Sönnum gjöfum og mæli með að þú gerir slíkt hið sama. Þú ert nefnilega ekki bara að gera þessum börnum gott heldur líka sjálfum þér, þar sem þér á eflaust eftir að líða vel að hafa látið þitt að mörkum.

Að lokum finnst mér mikilvægt að skrifa nokkur vel valin orð um þakklæti. Reynið að vera eins dugleg og þið getið minna ykkur á að vera þakklát fyrir það sem þið hafið um jólin. Í rauninni er allt maður óskar sér nú þegar í lífinu manns. Maður er svo fljótur að gleyma stóru og litlu hlutunum í lífinu sínu sem eru nú þegar frábærir. Ég er alls ekki saklaus með það og þetta er eitthvað sem þarf stanslaust að vera minna sig á. Ég væri til í að það væri bankað í mann helstu vikulega og minnt mann á allt sem er fyrir framan mann. Það er mikilvægt að líta í kringum sig og vera meðvituð um hversu auðugt lífið manns er.

SNORKLAÐ MEÐ SKJALDBÖKUM Í HAWAII | VLOG 23

Skrifa Innlegg